Lögreglan fer yfir myndefnið

Frá rannsókn lögreglu á vettvangi 15. september.
Frá rannsókn lögreglu á vettvangi 15. september. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Grím­ur Gríms­son, yf­ir­lög­regluþjónn miðlægr­ar rann­sókn­ar­deild­ar, seg­ir að lög­regl­unni hafi borist tals­vert af mynd­efni frá veg­far­end­um sem óku um Krýsu­vík­ur­veg 15. sept­em­ber milli klukk­an 13 og 18 sama dag­inn og tíu ára stúlka fannst þar lát­in.

Faðir stúlk­unn­ar er grunaður um að hafa banað henni og renn­ur gæslu­v­arðhalds­úrsk­urður yfir mann­in­um út á morg­un. Fyr­ir þann tíma þarf lög­regla að taka ákvörðun hvort farið verði fram á áfram­hald­andi gæslu­v­arðhald. Hann er sá eini sem er með stöðu sak­born­ings að sögn Gríms en hann seg­ir að eng­ar yf­ir­heyrsl­ur hafi farið fram yfir mann­in­um síðan á miðviku­dag­inn.

„Okk­ur hef­ur borist tölu­vert af mynd­efni sem við höf­um verið að fara í gegn­um. Við eig­um eft­ir að sjá hvort það hvort það verði beint gagn af þessu efni eða ekki,“ seg­ir Grím­ur við mbl.is.

Hann seg­ir að lög­regl­unni hafi borist flest mynd­efnið eft­ir að hún aug­lýsti eft­ir því og það sé gjarn­an þannig í svona mál­um.

Grím­ur seg­ir að farið hafi fram bráðabirgðageðmat á föður stúlk­unn­ar en það séu stöðluð vinnu­brögð í slík­um mál­um. Hann seg­ist ekki hafa farið yfir hver niðurstaðan hafi verið. RÚV greindi frá því fyr­ir helgi að maður­inn hefði verið met­inn sak­hæf­ur.

Sak­hæfi metið af dóm­ara

Grím­ur seg­ir að sak­hæfi sé metið af dóm­ara og það sé meira lög­fræðilegt álita­efni held­ur en lækn­is­fræðilegt þótt það sé byggt að lækn­is­fræðilegri skoðun að ein­hverju leyti.

Að sögn Gríms er rann­sókn­ar­vinn­an í full­um gangi og einn liður í henni sé að fá það staðfest hvort maður­inn hafi verið und­ir áhrif­um eða ekki. Það liggi ekki fyr­ir niðurstaða hvað það varðar.

„Rann­sókn­in er kom­in í þann far­veg að það eru eng­ar dag­leg­ar breyt­ing­ar á henni,“ seg­ir Grím­ur.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert