Stefán E. Stefánsson
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson telur að Svandís Svavarsdóttir muni taka við völdum í VG í haust. Hún muni í kjölfarið pína Sjálfstæðisflokkinn meira og meira til hlýðni.
Þetta kemur fram í ítarlegu viðtali við hann i Spursmálum. Þar spáir hann því einnig að Bjarni Benediktsson muni boða til kosninga næsta vor.
Hann segist alls ekki viss um að Bjarni Benediktsson hyggist halda áfram í pólitík. Hins vegar svarar hann því mjög afdráttarlaust að hann muni sjálfur halda áfram og leiða Miðflokkinn í komandi kosningum.
Þessi skoðanaskipti má sjá og heyra í spilaranum hér að ofan en þá er viðtalið við Sigmund Davíð einnig aðgengilegt í spilaranum hér að neðan: