Var með 86.500 evrur á sér

Konan var stöðvuð á leið úr landi með fjármunina.
Konan var stöðvuð á leið úr landi með fjármunina. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Kona á fertugsaldri var í síðustu viku dæmd í hálfs árs skilorðsbundið fangelsi fyrir peningaþvætti með því að hafa tekið við samtals 86.500 evrum, eða sem nemur tæplega 14 milljónum á núverandi gengi, sem aflað hafði verið með refsiverðum brotum.

Var tilgangurinn að flytja fjármunina úr landi til Amsterdam í Hollandi og afhenda þá þar óþekktum aðila.

Konan var stöðvuð á Keflavíkurflugvelli í desember árið 2022 þegar hún var á leið til Hollands, en tollverðir fundu fjármunina.

Konan játaði brot sitt skýlaust, en við ákvörðun refsingar er meðal annars horft til þess að hún hafði ekki áður gerst sek um refsiverðan verknað og þá hefur konan leitað sér meðferðar og sé í endurhæfingu til að snúa lífi sínu til betri vegar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert