Ekkert bólar á Edduverðlaunum

Áramótaskaupið 2022 var verðlaunað í fyrravor.
Áramótaskaupið 2022 var verðlaunað í fyrravor. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ekkert hefur frést af sjónvarpsverðlaunum Eddunnar sem boðað var að veitt yrðu nú á haustmánuðum. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins gætir nokkurrar óþreyju meðal sjónvarpsfólks sem vill fá sína uppgjörshátíð eins og kollegar þeirra í kvikmyndabransanum.

Í lok árs 2023 sendi stjórn Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademí­unnar frá sér tilkynningu þar sem fram kom að breytingar yrðu gerðar á Eddunni í ár. Stærstu breytingarnar voru að kvikmyndaverðlaun og sjónvarpsverðlaun yrðu frá og með 2024 afhent hvor í sínu lagi.

Boðað var að fyrirkomulag sjónvarpsverðlauna yrði „kynnt innan tíðar“ en síðar hefur ekkert af þeim frést. Kvikmyndaverðlaunin voru aftur á móti afhent með hefðbundnum hætti í apríl síðastliðnum.

Nánar má lesa um málið í Morgunblaðinu í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert