Eldvarnir í rútum eru að komast í lag

Mikil mildi þykir að engan sakaði þegar eldur kom upp …
Mikil mildi þykir að engan sakaði þegar eldur kom upp í rútu vi'ð munna Vestfjarðaganga nú á dögunum. Ljósmynd/Aðsend

„Vonandi getur sá búnaður sem nú er kominn í allar nýjar rútur afstýrt atvikum eins og við sáum fyrir vestan á dögunum,“ segir Sigurður Einar Steinsson, sölustjóri hópbíla hjá Sleggjunni ehf.

Fyrirtækið hefur Íslandsumboð fyrir rútur af gerðinni Mercedes-Benz. Fyrirtækið er umsvifamikið á sínu sviði og hefur flutt inn og selt fjölda bíla á síðustu árum. Allir eru þeir útbúnir nýjustu tæki og búnaði sem er samkvæmt ströngustu skilmálum þar sem mjög er horft til öryggismála.

Búnaður blikkar og flautar

Umræða hefur skapast um öryggisatriði eftir að eldur kom upp á dögnum í rútu sem rétt var komin út úr norðurmunna Vestfjarðaganga. Mildi er að eldurinn kom upp utan ganganna, svo munaði aðeins örfáum tugum metra. Eldsvoði í jarðgöngum er alltaf illviðráðanlegur, eins og mörg dæmi eru um. Rútubruninn hefur einnig leitt til þess að velt er upp spurningum um göngin sjálf og hvort gera þurfi úrbætur á þeim – og öðrum slíkum.

Í rútum nútímans er áskilnaður um að í vélarrúmi aftast í bílunum skuli vera viðvörunarbúnaður sem blikkar og flautar fari hitastig í vélinni yfir 140°. Fyrir fimm árum komu svo Evrópureglur sem kveða á um að í bílnum sé sjálfvirkur slökkvibúnaður sem sprautar froðu og efni á eld í vélarrúmi.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert