Gera kröfu um áframhaldandi gæsluvarðhald

Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn miðlægrar rannsóknardeildar.
Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn miðlægrar rannsóknardeildar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lög­regl­an á höfuðborg­ar­svæðinu mun í dag krefjast áfram­hald­andi gæslu­v­arðhalds yfir mann­in­um sem er grunaður um að hafa banað tíu ára dótt­ur sinni í síðustu viku.

Þetta staðfest­ir Grím­ur Gríms­son, yf­ir­lög­regluþjónn miðlægr­ar rann­sókn­ar­deild­ar, við mbl.is en gæslu­v­arðhald yfir mann­in­um á að renna út í dag. Maður­inn er sá eini sem hef­ur stöðu sak­born­ings en hann var hand­tek­inn við Krýsu­vík­ur­veg þann 15. sept­em­ber þar sem lík dótt­ur hans fannst.

Grím­ur seg­ir að rann­sókn máls­ins miði ágæt­lega en eins og greint var frá á mbl.is hef­ur lög­regl­unni borist tals­vert af mynd­efni frá veg­far­end­um sem óku um Krýsu­vík­ur­veg milli klukk­an 13 og 18 sama dag og stúlk­an fannst þar lát­in. Grím­ur seg­ir að vinna standi enn yfir við að fara yfir mynd­efnið og fleiri gögn sem tengj­ast mál­inu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert