Gera kröfu um áframhaldandi gæsluvarðhald

Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn miðlægrar rannsóknardeildar.
Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn miðlægrar rannsóknardeildar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu mun í dag krefjast áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir manninum sem er grunaður um að hafa banað tíu ára dóttur sinni í síðustu viku.

Þetta staðfestir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn miðlægrar rannsóknardeildar, við mbl.is en gæsluvarðhald yfir manninum á að renna út í dag. Maðurinn er sá eini sem hefur stöðu sakbornings en hann var handtekinn við Krýsuvíkurveg þann 15. september þar sem lík dóttur hans fannst.

Grímur segir að rannsókn málsins miði ágætlega en eins og greint var frá á mbl.is hefur lögreglunni borist talsvert af myndefni frá vegfarendum sem óku um Krýsuvíkurveg milli klukkan 13 og 18 sama dag og stúlkan fannst þar látin. Grímur segir að vinna standi enn yfir við að fara yfir myndefnið og fleiri gögn sem tengjast málinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert