Miðflokkurinn eykur forskot sitt á Sjálfstæðisflokkinn

Kristrún Frostadóttir, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Bjarni Benediktsson.
Kristrún Frostadóttir, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Bjarni Benediktsson. Samsett mynd/Eggert Jóhannesson

Miðflokkurinn er áfram á blússandi siglingu samkvæmt nýrri skoðanakönnun Maskínu og mælist nú með 17% fylgi og 3,6 prósentustiga forskot á Sjálfstæðisflokkinn Er munurinn á fylgi flokkanna tölfræðilega marktækur.

Samfylkingin er áfram stærsti flokkur landsins og Vinstri græn mælast utan þings. 

Þetta kemur fram í könnun Maskínu sem Vísir greinir frá.

Eins og áður kom fram mælist Miðflokkurinn með 17% fylgi á sama tíma og Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 13,4% fylgi. Sjálfstæðisflokkurinn mældist með 13,9% fylgi í könnun Maskínu fyrir um mánuði síðan.

VG myndu ekki ná manni á þing

Fylgi Samfylkingingarinnar mælist 25%. Viðreisn mælist með 11,3% fylgi.

Flokkur fólksins bætir við sig fylgi á milli mánaða og mælist nú með 8,8% fylgi. Á sama tíma dalar fylgi Framsóknar sem mælist nú 7,6%. Píratar standa nokkurn veginn í stað með 8,5% fylgi.

Sósíalistar mælast með 4,7% fylgi og Vinstri græn mælast með 3,7% fylgi. Myndi hvorugur flokkur fá mann á þing.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert