Sauð upp úr milli þingmannanna

Það hitnar mjög í kolunum í umræðu um hvalveiðar í nýjasta þætti Spursmála. Þar takast á þau Jón Gunnarsson og Inga Sæland en umræðan tengdist spurningunni um atvinnufrelsi og meint stjórnarskrárbrot.

Í þættinum segir Jón að stjórnarandstaðan, sem tíðrætt verði um meint lögbrot ráðherra ríkisstjórnarinnar, standi jafnvel vörð um stjórnarskrárbrot þar sem atvinnufrelsi fólks sé fótum troðið.

Inga gefur lítið fyrir þessa pillu og færir talið að efnisatriðum umræðunnar um hvalveiðibann.

Ljóst er að þingmennirnir sjá þessi mál með mjög ólíkum hætti. En sjón er sögu ríkari. Orðaskiptin um þetta hitamál má sjá í spilaranum hér að ofan og eru þung orð látin falla.

Viðtalið við Jón Gunnarsson og Ingu Sæland, þar sem fréttir vikunnar eru undir, má sjá í spilaranum hér að neðan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert