Segir línur málsins skýrast með hverjum degi

Grímur Grímsson, yf­ir­lög­regluþjónn miðlægr­ar rann­sókn­ar­deild­ar á höfuðborg­ar­svæðinu.
Grímur Grímsson, yf­ir­lög­regluþjónn miðlægr­ar rann­sókn­ar­deild­ar á höfuðborg­ar­svæðinu. mbl.is/Eyþór

Maður sem grunaður er um að hafa banað dótt­ur sinni mun sitja í al­mennu gæslu­v­arðhaldi til 21. októ­ber. Lög­regla not­ast ekki við ein­angr­un nema það nauðsyn­lega þurfi og var ein­angr­un manns­ins aflétt fyr­ir helgi.

Þetta seg­ir Grím­ur Gríms­son, yf­ir­lög­regluþjónn miðlægr­ar rann­sókn­ar­deild­ar, við mbl.is

„Henni var aflétt fyr­ir helgi og við ger­um það um leið og við get­um, að aflétta ein­angr­un. Enda hef­ur Ísland verið gagn­rýnt fyr­ir það af er­lend­um stofn­un­um að nota ein­angr­un of mikið,“ seg­ir Grím­ur.

Ekki yf­ir­heyrður í tæpa viku

Maður­inn er sá eini sem hef­ur stöðu sak­born­ings en hann var hand­tek­inn við Krýsu­vík­ur­veg þann 15. sept­em­ber þar sem lík dótt­ur hans fannst.

Aðspurður seg­ir Grím­ur lín­ur máls­ins skýr­ast með hverj­um degi. Þá upp­lýs­ir hann að maður­inn hafi ekki verið yf­ir­heyrður í tæpa viku og svar­ar aðspurður að það séu eng­ar upp­lýs­ing­ar um það að hafa.

„Það er bara eitt­hvað sem við tök­um ákvörðun um, hvenær við telj­um yf­ir­heyrsl­ur geta hjálpað til við rann­sókn máls­ins. Það er eng­in ein skýr­ing á því.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka