Slys við Brúará: Tvær þyrlur kallaðar út

Lögregla, sjúkrabifreiðar og björgunarsveitir eru á vettvangi. Auk þess voru …
Lögregla, sjúkrabifreiðar og björgunarsveitir eru á vettvangi. Auk þess voru tvær þyrlur gæslunnar sendar á vettvang við Brúará í dag vegna slyssins. Ljósmynd/Gunnar Sigurgeirsson

Tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar hafa verið sendar að af stað vegna slyss sem átti sér stað við Hlauptungufoss í Brúará í Bláskógabyggð á Suðurlandi fyrir skömmu. 

Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, staðfestir að einn einstaklingur hafi fallið í fossinn. Tilkynning um slysið barst um klukkan 13:00.

Slysið átti sér stað við við Hlauptungufoss, sem er rétt …
Slysið átti sér stað við við Hlauptungufoss, sem er rétt fyrir neðan Brúarfoss. Vinsælt er meðal ferðamanna að ganga að fossunum. mbl.is/Sólrún

Sveinn segir allt tiltækt björgunarlið hafa verið kallað á vettvang og ætti leit að manninum að vera að hefjast.

Seinni vél Gæslunnar sem fór af stað var með slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn um borð frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, ásamt köfurum.

Þetta staðfestir Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, í samtali við mbl.is.

Ljósmynd/Gunnar Sigurgeirsson

Banaslys fyrir tveimur árum

Banaslys varð í Brúará árið 2022, en þá stökk maður á eftir syni sínum sem hafði fallið í ána. Náði faðirinn að ýta syni sínum að bakkanum þar sem aðrir ferðamenn gripu hann, en straumurinn tók svo föðurinn og bar hann niður eftir ánni þar sem hann lést. Var maðurinn kanadískur ríkisborgari.

Í fyrra féll einstaklingur einnig ofan í ánna. Hann var fluttur með þyrlu á sjúkrahús, en líðan hans var eftir atvikum.

Fréttin hefur verið uppfærð.

Ljósmynd/Gunnar Sigurgeirsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert