Vill leyfa atvinnumennsku í boxi

Verði frumvarp um hnefaleika að lögum verður atvinnumennska heimil í …
Verði frumvarp um hnefaleika að lögum verður atvinnumennska heimil í íþróttagreininni. Morgunblaðið/Eva Björk

Frumvarp um lögleiðingu hnefaleika hefur verið lagt fram á Alþingi á nýjan leik, en skv. því verður heimiluð keppni í hnefaleikum, bæði áhugamanna og atvinnumanna. Jafnframt verði heimiluð sala á þeim búnaði og tækjum sem hnefaleikum tengjast.

Í frumvarpinu er mælt fyrir um að Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands setji reglur um iðkun íþróttarinnar og þjálfun, ásamt mótshaldi.

Ágúst Bjarni Garðarsson alþingismaður Framsóknarflokksins er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins og sagði hann í samtali við Morgunblaðið að hann hefði tekið eftir því þegar hann sat í bæjarstjórn Hafnarfjarðar að öll umgjörð hnefaleika væri fagleg og öflugt starf í kringum greinina.

Ólympískir hnefaleikar hafa verið heimilaðir hér á landi frá árinu 2022, en verði téð frumvarp að lögum verða hefðbundnir hnefaleikar leyfðir og þar með atvinnumennska í íþróttinni.

„Að mínu mati eru engar forsendur fyrir því að banna hnefaleika. Við eigum afreksmenn, atvinnumenn í hnefaleikum sem þurfa að keppa erlendis, en geta ekki keppt hér heima. Þetta er líka prinsippmál, bann við hnefaleikum er skerðing á atvinnufrelsi. Fyrir mér er þetta eðlilegt skref, það er fagleg umgjörð í kringum þessa íþrótt og ekkert sem kallar á að hún verði áfram bönnuð,“ segir Ágúst Bjarni.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert