Hvetja þingmenn að kynna sér Coda Terminal

Holutopphús Carbfix.
Holutopphús Carbfix. Ljósmynd/Carbfix

Hópur fólks sem er andvígur staðsetningu Coda Terminal í Hafnafirði hefur sent bréf á alla þingmenn í Suðvesturkjördæmi til þess að hvetja þá til að kynna sér Coda Terminal og hvaða áhrif það kann að hafa á íbúa í kring. 

Coda Terminal er verkefni á vegum fyrirtækisins Carbfix en það hyggst koma upp tíu borteigum nálægt íbúabyggð í Hafnafirði svo hægt sé að dæla innfluttum koltvísýringi niður í jörðina.

mbl.is hefur áður fjallað um áhyggjur Hafnfirðinga af verkefninu. 

Vilja íbúakosningu 

Í tilkynningu frá mótmælendum segir: „Mikil óvissa er um áhrif þessa stóra verkefnis á umhverfi, náttúru, grunnvatn, jarðhræringar, lífríki og íbúa Hafnafjarðar svo eitthvað sé nefnt og kemur skýrt fram í umsögnum Umhverfisstofnunar og Náttúrufræðistofnunar um Coda Terminal verkefnið. Íbúar hafa ekki fengið að koma að borðinu að neinu leyti við þá ákvörðun um þessa staðsetningu á Coda Terminal verkefninu steinsnar frá heimilum okkar í Hafnafirði.“

Íbúarnir krefjast þess að málið verði sett í íbúakosningu. 

„Lítil sem engin umræða hefur farið fram á Alþingi síðan að reglugerð um geymslu koldíoxíðs í jörðu var undirrituð á Alþingi þann 5. desember 2022. Íbúar í Hafnafirði vilja hvetja alþingismenn kjördæmisins til opinnar umræðu um reglugerðina og skort á ramma í kringum hana sem ver hagsmuni íbúa og náttúru á þeim svæðum sem verkefni sem þessi verða sett upp í framtíðinni. 

Til stendur að koma upp tíu borteigum innan bæjarmarka Hafnarfjarðar. …
Til stendur að koma upp tíu borteigum innan bæjarmarka Hafnarfjarðar. Þá á einnig að stækka höfnina. Kort/Efla og Carbfix
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert