Kópavogsbær bregst við vopnaburði ungmenna

Upphaflega átti að innleiða verkefnið næsta skólaár.
Upphaflega átti að innleiða verkefnið næsta skólaár. mbl.is/Hjörtur

Kópavogsbær samþykkti nú á dögunum að flýta innleiðingu forvarnarverkefnis til þess að bregðast við vopnaburði barna og ungmenna í samfélaginu. 

Aðgerðaáætlunin var til umfjöllunar í menntaráði Kópavogsbæjar og var þverpólitísk samstaða um að flýta innleiðingu hennar en beiðnin kom frá Sigurbjörgu Erlu Egilsdóttur, bæjarfulltrúa Pírata í Kópavogi. 

Upphaflega stóð til að hefja verkefnið á næsta skólaári en það verður innleitt „eins fljótt og unnt er á þessu skólaári“.

Hvetja til opinskárrar umræðu um ofbeldi

Verkefnið ber heitið „Opinskátt um ofbeldi“ og kemur úr smiðju Reykjavíkurborgar.

Það snýr að því að gera starfsfólk í grunnskólum Kópavogsbæjar stakkbúið til að tala um ofbeldi og gera börnum kleift að fjalla um ofbeldi með hreinskiptinni umræðu.

Á meðal aðgerða sem lagðar eru fram er aukin fræðsla sem veita á starfsfólki og nemendum um ofbeldi, birtingarmynd þess og hverjir verða helst fyrir ofbeldi. 

Verður það meðal annars gert með því að auka námsefni um ofbeldi á meðal ungs fólks.

Þá er einnig lagt til að auka samstarf við samfélagslögregluna, tala opinskátt um ofbeldi í öllum grunnskólum, frístundum og félagsmiðstöðvum á menntasviði Kópavogs. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert