Hvenær vill Framsókn ganga til kosninga?

Verðandi formaður VG vill kjósa næsta vor en flokksfélagar hennar vilja slíta stjórnarsamstarfinu. Svandís Svavarsdóttir verður að öllu óbreyttu þriðji leiðtogi VG á yfirstandandi kjörtímabili. Þá velta margir vöngum yfir því hvort Bjarni Benediktsson hyggist söðla um og láta af embætti formanns Sjálfstæðisflokksins á landsfundi sem haldinn verður í febrúar næstkomandi.

Mitt í þessu róti öllu stendur Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, og á honum virðist ekkert fararsnið.

Hann er gestur Spursmála á morgun og verður þar meðal annars spurður að því hvenær hann telji að gengið verði til kosninga.

Kristín Gunnarsdóttir, Sigurður Ingi Jóhannsson og Björn Ingi Hrafnsson eru …
Kristín Gunnarsdóttir, Sigurður Ingi Jóhannsson og Björn Ingi Hrafnsson eru gestir Spursmála. Samsett mynd

Fréttavika full af stórum tíðindum

Í fréttum vikunnar verður svo rætt við þau Kristínu Gunnarsdóttur hlaðvarpsstjórnanda og Björn Inga Hrafnsson, ritstjóra Viljans. Af nægu er að taka í umræðunni enda fréttavikan stútfull af áhugaverðum málum, bæði hér heima og að heiman.

Spursmál fara í loftið á mbl.is kl. 14.00 líkt og alla föstudaga. Í kjölfarið er þátturinn aðgengilegur á öllum helstu streymisveitum, Spotify og YouTube þar á meðal.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert