Segja rannsókn lögreglu hafa skapað réttaróvissu

Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélags Íslands.
Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélags Íslands. Ljósmynd/Aðsend

Blaðamanna­fé­lag Íslands lýs­ir furðu sinni á yf­ir­lýs­ingu lög­reglu­stjór­ans á Norður­landi eystra um að rann­sókn á byrlun­ar- og síma­mál­inu hafi verið felld niður. Seg­ir BÍ yf­ir­lýs­ingu lög­regl­unn­ar hvorki vera í sam­ræmi við niður­stöðu embætt­is­ins í mál­inu né al­menn­ar starfs­skyld­ur þess.

Þetta kem­ur fram í yf­ir­lýs­ingu frá stjórn Blaðamanna­fé­lags Íslands.

Greint var frá því í dag að lög­regl­an á Norður­landi eystra hefði fellt niður málið. Kom það fram í langri yf­ir­lýs­ingu sem lög­regl­an birti á Face­book. 

Ekki gert til að grafa und­an trausti

Seg­ir BÍ að yf­ir­lýs­ing lög­regl­unn­ar sé ekki til þess fall­in að eyða fram­an­greind­um vafa og end­ur­heimta það traust sem fyrri fram­ganga embætt­is­ins í mál­inu hef­ur grafið und­an.

„Í yf­ir­lýs­ing­unni, sem fá ef nokk­ur for­dæmi eru fyr­ir í ís­lenskri réttar­fram­kvæmd, felst ekki hlut­læg grein­ar­gerð um lykt­ir máls­ins held­ur er þar þvert á móti staðhæft að „all­ir sak­born­ing­ar í mál­inu gætu hafa sýnt af sér at­ferli sem get­ur flokk­ast und­ir brot á [228. og 229. gr. al­mennra hegn­ing­ar­laga]“,“ seg­ir í yf­ir­lýs­ingu stjórn­ar­inn­ar.

Seg­ir þar að rann­sókn­in hafi verið til­efn­is­laus og fagn­ar fé­lagið því að henni sé nú loks lokið.

Muni aðstoða hlutaðeig­andi fé­lags­menn við að leita rétt­ar síns

„Líkt og BÍ hef­ur bent á frá upp­hafi rann­sókn­ar­inn­ar var aldrei grund­völl­ur til henn­ar enda beind­ist hún að þeirri hátt­semi blaðamanna að taka við upp­lýs­ing­um frá heim­ild­ar­mönn­um um sam­fé­lags­lega mik­il­væg mál­efni og miðla þeim til al­menn­ings með ábyrg­um hætti. Í því felst ekki refsi­verð hátt­semi blaðamanna held­ur þvert á móti stjórn­ar­skrár­var­in frum­skylda blaðamanna í lýðræðis­legu þjóðfé­lagi,“ seg­ir enn frem­ur í yf­ir­lýs­ing­unni.

Seg­ir stjórn­in að um leið og BÍ fagni því að mál­inu sé lokið lýsi fé­lagið þung­um áhyggj­um af því að lög­reglu­stjór­inn á Norður­landi eystra skuli um margra ára skeið hafa haft blaðamenn til rann­sókn­ar fyr­ir að sinna starfi sínu.

Víðtæk fæl­ingaráhrif

Seg­ir í til­kynn­ing­unni að auk þeirra beinu og veru­legu áhrifa sem rann­sókn­in hafi haft á líf og störf þeirra blaðamanna sem í hlut áttu hafi rann­sókn­in skapað réttaró­vissu um störf allra starf­andi blaðamanna á Íslandi og haft víðtæk fæl­ingaráhrif.

„Þótt það sé von BÍ að þetta hafi ekki verið eitt af mark­miðum lög­reglu með rann­sókn­inni hef­ur fram­ganga henn­ar í mál­inu gert það erfitt að úti­loka með öllu að sú sé raun­in.“

Þá tek­ur stjórn­in það fram að fé­lagið muni aðstoða hlutaðeig­andi fé­lags­menn við að leita rétt­ar síns í mál­inu kjósi þeir að leita hans og jafn­framt leggja mat á hvort og þá hvernig brugðist verði við mál­inu af hálfu fé­lags­ins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert