Stefán ætlar ekki að tjá sig um byrlunarmálið

Stefán kveðst ekki þurfa að tjá sig um málið.
Stefán kveðst ekki þurfa að tjá sig um málið. mbl.is/Kristinn Magnússon

Stefán Ei­ríks­son, út­varps­stjóri Rík­is­út­varps­ins, vill ekki tjá sig um ákvörðun lög­regl­unn­ar á Norður­landi eystra um að fella niður rann­sókn í byrlun­ar- og símastulds­mál­inu svo­kallaða.

„Málið snýr að rann­sókn lög­reglu sem lokið er með niður­fell­ingu máls­ins og þar með lok­um þess, nema þeirri ákvörðun verði snúið við,“ skrif­ar Stefán í skila­boðum til blaðamanns en tek­ur fram að það sé ekk­ert tengt þessu máli sem hann þurfi að ræða.

Eins og fyrr seg­ir hef­ur lög­regl­an á Norður­landi eystra fellt niður rann­sókn á byrlun, símastuldi, af­rit­un á einka­gögn­um og dreif­ingu á kyn­ferðis­legu mynd­efni eft­ir liðlega þriggja ára rann­sókn. Sjö sak­born­ing­ar, þar af sex blaðamenn, eru því ekki leng­ur til rann­sókn­ar.

Játaði byrlun og símastuld

Í rök­stuðningi lög­reglu fyr­ir niður­fell­ing­unni er mála­vöxt­um lýst:

Brotaþola voru byrluð lyf af fyrr­ver­andi eig­in­konu, en hún stal svo síma hans þar sem hann lá meðvit­und­ar­laus á sjúkra­húsi og kom að sögn í hend­ur starfs­manna Rík­is­út­varps­ins, sem aft­ur af­rituðu sím­ann. RÚV gerði sér þó ekki frétta­mat úr gögn­un­um en kom þeim áleiðis til Stund­ar­inn­ar og Kjarn­ans, sem það gerðu.

Fram kem­ur að kon­an hafi játað byrlun og símastuld, en slík­ur vafi leiki á um ásetn­ing og sak­hæfi sak­born­ings á verknaðar­stundu að hætta beri rann­sókn á því sak­ar­efni.

Framb­urður henn­ar er sagður hafa verið „stöðugur all­an tím­ann“ um að hún hafi af­hent frétta­mönn­um RÚV sím­ann og að þar hafi hann verið af­ritaður. Sömu­leiðis að hún hafi greint frá því hver ætti sím­ann og hvernig hún hefði kom­ist yfir hann.

Seg­ir að all­ir gætu hafa gerst sek­ir

Lög­regla tel­ur að all­ir sak­born­ing­ar gætu hafa gerst sek­ir um brot á friðhelgi einka­lífs. Ekki hafi hins veg­ar tek­ist „að sanna hver af­ritaði sím­ann, hvernig og hver af­henti öðrum upp­lýs­ing­ar um einka­mál­efni brotaþola“.

Það virðist að lok­um hafa strandað á því að sam­skipta­gögn­um á síma kon­unn­ar hafi verið eytt, en er­lend­ar netþjón­ust­ur sinntu ekki rétt­ar­beiðnum.

Fjöl­miðlamenn í hópi sak­born­inga eru all­ir sagðir hafa verið ósam­vinnuþýðir, þótt ekki hafi verið spurt um heim­ild­ar­menn, enda hafi það legið fyr­ir frá upp­hafi.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert