Dóra Ósk Halldórsdóttir
Veðurstofa Íslands hefur komið bráðabirgðamæli fyrir inni í Hítardal til að mæla hreyfingar í Ljósufjallakerfinu og stefnt er að því að koma upp GPS-mæli á svæðinu til að fylgjast með landrisi og öllum hreyfingum sem kunna að verða. Hingað til hefur aðeins einn mælir verið á öllu Snæfellsnesi.
Þetta segir Bergur Bergsson, fagstjóri jarðskjálftamælinga hjá Veðurstofu Íslands. GPS-mælirinn kemur í október og verður á sama stað og bráðabirgðajarðskjálftamælirinn.
Jarðskjálftavirkni hefur aukist til muna í eldstöðvarkerfinu sem kennt er við Ljósufjöll, en það teygir sig frá Kolgrafafirði að Norðurá í Borgarfirði. Mest virkni hefur mælst við Grjótárvatn.
Nánari umfjöllun er að finna í Morgunblaðinu í dag.