Vissi ekkert hvað hún var að gera

Jakob R. Möller hæstaréttarlögmanns er harðorður í garð lögreglunnar á …
Jakob R. Möller hæstaréttarlögmanns er harðorður í garð lögreglunnar á Norðurlandi eystra vegna rannsóknar málsins. mbl.is/Árni Sæberg/Guðmundur Rúnar Guðmundsson

Símastuld­ar- og byrlun­ar­mál Páls Stein­gríms­son­ar skip­stjóra er allt hið sér­kenni­leg­asta að mati Jak­obs R. Möllers hæsta­rétt­ar­lög­manns og seg­ir hann í sam­tali við Morg­un­blaðið að lög­regl­an á Norður­landi eystra hafi áttað sig á því of seint „að hún væri í tómri vit­leysu með rann­sókn­ina“ eins og hann komst að orði.

Jakob seg­ir að út­skýr­ing­ar lög­regl­unn­ar á Norður­landi eystra, um að rann­sókn máls­ins hafi verið lát­in niður falla þar sem ekki hafi verið hægt að sanna hver af­ritaði gögn úr sím­an­um, séu sér­kenni­leg­ar og skipti engu máli.

„Það er vitað hverj­ir höfðu aðgang að upp­lýs­ing­un­um úr sím­an­um, en það skipt­ir engu máli hver það var sem af­ritaði gögn úr sím­an­um,“ seg­ir Jakob og að rann­sókn á öðrum þátt­um máls­ins en þeim hver tók sím­ann af Páli meðvit­und­ar­laus­um eða meðvit­und­ar­litl­um skipti engu.

Þeirri spurn­ingu hvort eðli­legt hafi verið af hálfu lög­regl­unn­ar að láta það gott heita þegar fyrr­ver­andi eig­in­kona Páls hafnaði beiðni um að hún geng­ist und­ir sak­hæf­is­mat svar­ar Jakob svo að það sé enn eitt dæmið um að rann­sókn­in hafi frá upp­hafi verið slík hráka­smíð, að eðli­leg­ast væri nú að láta fara fram rann­sókn á starfs­hátt­um lög­regl­unn­ar á Norður­landi eystra. Hún hafi ekki vitað hvað hún var að gera.

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert