Tvívegis hola í höggi á sömu brautinni

Ríkharður sækir golfboltann í holuna á Víkurvelli.
Ríkharður sækir golfboltann í holuna á Víkurvelli.

Ríkharður Hrafnkelsson úr Stykkishólmi fór á dögunum holu í höggi á heimavelli sínum Víkurvelli í Hólminum. Það eitt og sér væri kannski ekki umfjöllunarefni en það sem er öllu merkilegra er að Ríkharður hefur afrekað að fara fimm sinnum holu í höggi.

Á meðan sumir kylfingar bíða alla ævi eftir draumahögginu hefur Ríkharður náð því ítrekað og alls á þremur golfvöllum. Fyrst á 8. holu á Fróðárvelli í Ólafsvík árið 2001, þá á 12. í Vestmannaeyjum árið 2012 og aftur í Vestmannaeyjum ári síðar. Þá á 7. holunni en Ríkharður bjó í Eyjum í sex ár. Eftir að hann flutti aftur í Hólminn fór hann holu í höggi á 6. braut á Víkurvelli árið 2016 og á dögunum endurtók hann leikinn á sömu holu.

Ríkharður og Karín Herta.
Ríkharður og Karín Herta.

„6. holan á Víkurvelli er mjög falleg. Hún er ekki löng og er um 100 metrar. Hún nær yfir vog eða vík. Teigurinn stendur hátt uppi og þessi braut er mjög falleg,“ segir Ríkharður sem var að leika golfhring með eiginkonunni Karín Hertu Hafsteinsdóttur þegar hann fór holu í höggi í fimmta sinn. Hún er ekki eina vitnið því ráshópurinn á undan þeim hjónum hleypti þeim fram úr, sem þekkt er í golfinu ef fleiri eru í ráshópnum á undan.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert