Enginn Íslendingur óskað eftir aðstoð

Íran hleypti af stað um 180 eldflaugum á Ísrael fyrr …
Íran hleypti af stað um 180 eldflaugum á Ísrael fyrr í kvöld og tveir árásarmenn hófu skothríð á borgara í borginni Tel Avív skömmu fyrr. AFP/Ahmad Gharabli

Ræðismaður Íslands í Ísra­el hef­ur verið í sam­bandi við þá Íslend­inga sem búa í Ísra­el en enn sem komið er hef­ur eng­inn Íslend­ing­ur óskað eft­ir aðstoð.

Þetta staðfest­ir Ægir Þór Ey­steins­son, fjöl­miðlafull­trúi ut­an­rík­is­ráðuneyt­is­ins, í sam­tali við mbl.is. Hann seg­ir allt að tíu Íslend­inga búa í Ísra­el.

Íran skaut um 180 eld­flaug­um á Ísra­el fyrr í kvöld og tveir árás­ar­menn hófu skot­hríð á borg­ara í borg­inni Tel Avív skömmu fyrr.

Hið minnsta fjór­ir borg­ar­ar létu lífið í skotárás­inni og sjö til viðbót­ar særðust eft­ir skot­hríð árás­ar­mann­anna sem voru drepn­ir í átök­um við lög­reglu. 

Loft­árás Írans hæfði ein­hver skot­mörk inn­an Ísra­els og að minnsta kosti einn er lát­inn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert