Kristjana nýr aðstoðarmaður mennta- og barnamálaráðherra

Kristjana Arnarsdóttir.
Kristjana Arnarsdóttir. Ljósmynd/Stjórnarráðið

Kristjana Arnarsdóttir hefur verið ráðin aðstoðarmaður Ásmundar Einars Daðasonar, mennta- og barnamálaráðherra.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Stjórnarráðinu.

Kristjana er með B.A.-próf í mannfræði og fjölmiðlafræði frá Háskóla Íslands og MSc-próf í markaðsfræði frá Háskólanum í Reykjavík. Kristjana hefur síðastliðin átta ár starfað hjá RÚV sem íþróttafréttamaður og þáttastjórnandi. Hún hefur til fjölda ára stýrt umfjöllun á RÚV frá mörgum stórmótum í íþróttum, unnið við innlenda dagskrárgerð í sjónvarpi og var spyrill í spurningaþættinum Gettu betur á árunum 2019-2023.

Maki Kristjönu er Haraldur Franklín Magnús, atvinnukylfingur, og saman eiga þau eina dóttur, Rósu Björk, sem er tveggja ára.

Kristjana hefur störf í dag. Hún mun starfa ásamt Teiti Erlingssyni, sem einnig er aðstoðarmaður mennta- og barnamálaráðherra.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert