„Komin þokkaleg mynd af því sem gerðist“

Maður sem er grunaður um að hafa banað dóttur sinni …
Maður sem er grunaður um að hafa banað dóttur sinni er í gæsluvarðhaldi til 21. október. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Rann­sókn á and­láti 10 ára stúlku sem fannst lát­in við Krýsu­vík­ur­veg þann 15. sept­em­ber er í full­um gangi og miðar ágæt­lega að sögn El­ín­ar Agnes­ar Krist­ín­ar­dótt­ur, aðstoðar­yf­ir­lög­regluþjóns hjá miðlægri rann­sókn­ar­deild lög­regl­unn­ar.

Maður sem er grunaður um að hafa banað dótt­ur sinni er í gæslu­v­arðhaldi til 21. októ­ber en hann er sá eini sem hef­ur stöðu sak­born­ings. Hann var hand­tek­inn við Krýsu­vík­ur­veg dag­inn sem lík dótt­ur hans fannst.

Spurð hvort það mynd­efni sem lög­regl­unni barst eft­ir að hún óskaði eft­ir því frá veg­far­end­um sem óku um Krýsu­vík­ur­veg um­rædd­an dag hafi nýst í rann­sókn­inni seg­ir Elín Agnes:

„Það hef­ur verið skoðað sem og all­ar ábend­ing­ar og til­kynn­ing­ar sem við höf­um fengið. Þau gögn sem ber­ast eru skoðuð með til­liti til þess hvort þau geti varðað rann­sókn­ina eða ekki.“

Hún seg­ir að það sé kom­in þokka­leg mynd af því sem gerðist en rann­sókn­in sé ennþá í full­um gangi og verið sé að fara yfir öll gögn í mál­inu,“ seg­ir Elín Agnes.

Gæslu­v­arðhald yfir þeim grunaða var fram­lengt í síðasta mánuði til 21. októ­ber á grund­velli al­manna­hags­muna. Yf­ir­heyrsl­ur og skýrslu­tök­ur á hon­um hafa staðið yfir með hlé­um að sögn El­ín­ar.

Spurð hvort maður­inn hafi geng­ist und­ir geðmat seg­ir Elín að það sé gert í svona mál­um en hvort því sé al­gjör­lega lokið og hvort kom­in sé niðurstaða úr því hafi hún ekki vissu um. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert