Leiðbeiningar vegna rafmagnsleysis

Unnið við rafmagnslínur. Mynd úr safni.
Unnið við rafmagnslínur. Mynd úr safni. mbl.is/RAX

Ráðlegt er að slökkva á þeim rafmagnstækjum, sem slökkva ekki á sér sjálf, þegar rafmagni slær út og sem geta valdið tjóni þegar rafmagn kemur á að nýju.

Þetta er tekið fram í tilkynningu frá RARIK í kjölfar þess að rafmagni sló út víða um land.

Eldavélar og sjónvörp

Bent er á að þetta eigi meðal annars við um eldavélar og fleiri hitunartæki. Einnig sé ráðlegt að slökkva á viðkvæmum tækjum á borð við sjónvörp.

„Þá hefur reynst mörgum vel að eiga vasaljós að grípa til því farsímaljós eru fljót að tæma farsímarafhlöður. RARIK minnir einnig á að rafmagnsleysi getur haft áhrif á fjarskipti og ýmsa þjónustu sem er háð rafmagni.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert