Lögreglan leitar tveggja ökumanna

mbl.is/Eggert

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu þarf nauðsynlega að ná tali af tveimur ökumönnum í tengslum við rannsókn hennar á banaslysi á Sæbraut í Reykjavík um síðustu helgi.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni.

Hún segir að annar þeirra hafi ekið hvítri Tesla-bifreið enn hinn ljósri smárútu.

Að sögn lögreglu var báðum bifreiðunum var ekið þarna í norðurátt skömmu eftir miðnætti aðfaranótt sunnudags, það er að segja á vegarkaflanum á Sæbraut á milli Súðarvogs og Kleppsmýrarvegar.

Ökumennirnir eru beðnir um að hafa samband við lögregluna í síma 444-1000.

„Jafnframt er minnt á að vitni að slysinu, eða aðdraganda þess, eru beðin um að hafa samband við lögreglu. Upplýsingum má koma á framfæri í tölvupósti á netfangið abending@lrh.is eða í síma 444 1000,“ segir í tilkynningunni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert