Beint: Landsfundur VG og ræða formanns

Guðmundur Ingi Guðbrandsson.
Guðmundur Ingi Guðbrandsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Landsfundur VG fer fram í Reykjavík um helgina. Dagskráin hefst í dag í Víkingsheimilinu við Safamýri og lýkur um miðjan dag á sunnudag. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, formaður VG, flytur opnunarerindi, kl. 17.

Hægt verður að fylgjast með ræðunni hér fyrir neðan í beinu streymi. Að loknu ávarpi formanns verður fundurinn lokaður fjölmiðlum.

Í tilkynningu frá VG er búist við á milli 250 og 300 manns. Samkvæmt dagskrá verður fundi frestað klukkan 22 í kvöld og þá rennur út frestur til að bjóða sig fram í stjórn.

Fundur heldur svo áfram á morgun, en hann hefst klukkan 8:30. Klukkan 15:30 verður stjórnarkjör og nýkjörinn formaður heldur ræðu. 

Hér má sjá allar nánari upplýsingar um landsfundinn.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert