Digrar orlofsgreiðslur til embættismanna

Ráðhús Reykjavíkur.
Ráðhús Reykjavíkur. mbl.is/Kristinn Magnússon

Dæmi eru um að orlofsuppgjör við starfslok embættismanna Reykjavíkurborgar feli í sér greiðslur fyrir margra mánaða uppsafnað orlof frá fyrri árum.

Sumir æðstu embættismenn borgarinnar virðast þannig hafa tekið sér hófleg sumarfrí árum saman, en safnað upp óteknum orlofsdögum, sem síðan var greitt fyrir við starfslok þeirra hjá borginni.

Þetta kemur fram í svari mannauðs- og starfsumhverfissviðs, sem lagt var fram á fundi borgarráðs í gær, við fyrirspurn sjálfstæðismanna frá því í ágúst um orlofsuppgjör æðstu embættismanna sem látið hafa af störfum síðastliðin tíu ár.

Mismiklu orlofi safnað

Líkt og sjá má á myndritinu að ofan er mjög misjafnt hve miklu orlofi embættismennirnir höfðu safnað upp og fengu svo uppgert með fullnaðargreiðslu í starfslok.

Þar má segja að fjórir fyrrverandi embættismenn skeri sig úr, þau Ómar Einarsson, sviðsstjóri Íþrótta- og tómstundasviðs, Björn Birgir Sigurjónsson fjármálastjóri, Stefán Eiríksson borgarritari og Svanhildur Konráðsdóttir, sviðsstjóri menningar- og ferðamálasviðs. Öll höfðu þau meira frestað meira en tíu orlofsvikum milli ára, en að jafnaði ávinna menn sé 30 daga eða sex orlofsvikur á ári.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert