Fá ýmsa þjónustu gjaldfrjálst

Umsækjendur um hæli eru misánægðir hér á landi.
Umsækjendur um hæli eru misánægðir hér á landi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Það sem af er þessu ári hafa 1.546 umsóknir borist um alþjóðlega vernd hér á landi. Flestar eru umsóknirnar frá fólki frá Úkraínu eða 988. Þetta kemur fram í svari dómsmálaráðuneytisins við fyrirspurn Morgunblaðsins.

Umsækjendur frá Úkraínu fá hælisvist hér á landi á grundvelli fjöldaflótta vegna innrásarstríðs Rússa sem geisar þar í landi.

Hvað varðar hælisleitendur frá öðrum löndum er það að segja að enn koma flestir þeirra frá Venesúela og eru þeir orðnir 170 talsins. Næstflestir koma hælisleitendur frá Palestínu en þeir eru orðnir 77 í ár. Þessar tölur voru uppfærðar sl. miðvikudag.

Hælisleitendur sem hingað koma njóta opinberrar framfærslu, fá dagpeninga greidda vikulega sér til uppihalds og nemur fjárhæðin átta þúsund krónum vikulega fyrstu fjórar vikurnar fyrir fyrsta meðlim fjölskyldu, en verður þó ekki hærri en 28 þúsund á viku.

Þá njóta hælisleitendur ýmissar gjaldfrjálsrar þjónustu, svo sem heilbrigðisþjónustu og er fyrsta heilsufarsskoðun greidd að fullu, auk lyfseðilsskyldra lyfja. Trúnaðarlæknir Vinnumálastofnunar metur þörf á annarri læknisþjónustu. 

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka