Kallar eftir rannsókn en talar ekki í umboði konunnar

Hólmgeir Elías Flosason var settur verjandi konunnar í þremur málum.
Hólmgeir Elías Flosason var settur verjandi konunnar í þremur málum. Samsett mynd

Sett­ur verj­andi fyrr­ver­andi eig­in­konu Páls Stein­gríms­son­ar tal­ar ekki í umboði henn­ar þegar hann seg­ir lög­regl­una á Norður­landi eystra fara með ósann­indi í færslu sem embættið birti á Face­book-síðu sinni 26. sept­em­ber. Þetta staðfest­ir hann í sam­tali við mbl.is, en hann seg­ist ekki vera starf­andi lögmaður kon­unn­ar.

Hólm­geir Elías Flosa­son, sett­ur verj­andi kon­unn­ar, seg­ir í sam­tali við mbl.is að hann kalli eft­ir op­in­berri rann­sókn á fram­ferði lög­regl­unn­ar og sjái fyr­ir sér að eft­ir­litsaðili taki málið að eig­in frum­kvæði til skoðunar.

Hólm­geir kallaði eft­ir op­in­berri rann­sókn á vinnu­brögðum lög­regl­unn­ar í viðtali við Heim­ild­ina í gær. Hann sagði lög­reglu­embættið fara með fleip­ur í viðtal­inu og að hann hafi upp­lýs­ing­ar und­ir hönd­um sem dragi fram að lög­regl­an segi hrein­lega ósatt.

Kall­ar eft­ir op­in­berri rann­sókn

Hólm­geir kveðst ekki ætla sjálf­ur að leggja fram kæru til að hleypa af stað rann­sókn á vinnu­hátt­um lög­regl­unn­ar á Norður­landi eystra en að hann kalli eft­ir op­in­berri rann­sókn og að hægt verði að leita til hans sé óskað eft­ir gögn­um og upp­lýs­ing­um.

„Ég sé bara fyr­ir mér að ein­hver eft­ir­litsaðili taki þetta á eig­in frum­kvæði til skoðunar.“

Jakob R. Möller hæsta­rétt­ar­lögmaður gagn­rýndi rann­sókn máls­ins í viðtali við Morg­un­blaðið í síðustu viku. Hann taldi rann­sókn­ina frá upp­hafi hafa verið hráka­smíð og eðli­leg­ast væri að fara fram á rann­sókn á starfs­hátt­um lög­regl­unn­ar á Norður­landi eystra.

Sett­ur verj­andi

Frétt­ir af viðtali Hólm­geirs kynna hann sem lög­mann fyrr­ver­andi eig­in­konu Páls. Hann er sett­ur verj­andi henn­ar og hef­ur ekki fengið fregn­ir af því að ann­ar hafi tekið við mál­inu, en seg­ist ekki hafa verið í sam­bandi við hana síðan í vor.

Ertu starf­andi lögmaður kon­unn­ar?

„Nei,“ seg­ir hann og held­ur áfram: „Ég er bú­inn að vera verj­andi henn­ar í þrem­ur mál­um og mér hef­ur ekki verið til­kynnt að það sé ann­ar verj­andi kom­inn í málið.“

Hann seg­ist hafa verið verj­andi henn­ar í tveim­ur ákær­um og sé til­nefnd­ur verj­andi í byrlun­ar- og símastuld­urs­mál­inu.

Hólmgeir var verjandi fyrrverandi eiginkonu Páls í tveimur ákærum og …
Hólm­geir var verj­andi fyrr­ver­andi eig­in­konu Páls í tveim­ur ákær­um og er til­nefnd­ur verj­andi í stærra byrlun­ar- og símastuld­urs­mál­inu. mbl.is/​Sig­urður Bogi

Meðal þeirra mála sem hann stóð sem verj­andi henn­ar í, var ákæra á hend­ur henn­ar fyr­ir umsát­ur­seinelti gegn Örnu McClure, fyrr­ver­andi lög­manni Sam­herja. Hún var sýknuð í því máli.

Hólm­geir tel­ur litl­ar lík­ur á því að hefði byrlun­ar- og símastuld­urs­málið farið fyr­ir dóm að hann hefði verið verj­andi kon­unn­ar: „Ef þetta mál hefði farið fyr­ir dóm hefði ég að öll­um lík­ind­um ekki varið það.“

Tal­ar ekki í umboði kon­unn­ar

Spurður hvort hann tali í umboði fyrr­ver­andi eig­in­konu Páls seg­ir Hólm­geir svo ekki vera. 

„Ég er ekki endi­lega að tala í henn­ar umboði, ég er að út­skýra mína aðkomu og hvernig þetta horf­ir við mér sem lög­manni og þátt­tak­anda í þessu máli.“

Páll greindi frá því í færslu á Face­book-síðu sinni að síðasta orðið hafi ekki verið sagt í mál­inu og að hann muni halda áfram að leita rétt­læt­is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert