Vandar Jóhannesi ekki kveðjurnar

Jóhannes Stefánsson.
Jóhannes Stefánsson. Skjáskot/Kveikur

Lögmenn dótturfyrirtækis Samherja hf. í Namibíu, Esju Holding, finna Jóhannesi Stefánssyni allt til foráttu, fyrrverandi starfsmanni Samherja og uppljóstrara Samherjamálsins svokallaða sem hófst árið 2019.

Frá þessu greinir namibíska dagblaðið Informanté, og vitnar til rúmlega 200 blaðsíðna skýrslu lögmanns dótturfyrirtækisins, Raymonds Heathcotes, sem nú ver það í máli sem snýst um kyrrsetningu verksmiðjutogarans Heinaste vegna meintra brota, meðal annars á fiskveiðilöggjöf.

Heathcote segir í greinargerðinni að Jóhannes hafi sjálfur játað að vera glæpamaður, hann hafi svikið erlendan varnaraðila málsins og stolið frá honum. Lögmaðurinn segir hann fíkniefnaneytanda, áfengissjúkling og hafa verið handtekinn fyrir handhöfn fíkniefna.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert