„Ég bjóst ekki við þessum mikla halla“

Einar Þorsteinsson borgarstjóri.
Einar Þorsteinsson borgarstjóri. mbl.is/Karítas

Ein­ar Þor­steins­son borg­ar­stjóri seg­ir í hlaðvarpsþætt­in­um Chess af­ter Dark að rekst­ur borg­ar­inn­ar hafi verið verri en hann reiknaði með þegar hann tók við embætti for­manns borg­ar­ráðs sum­arið 2022.

Ein­ar, sem er odd­viti Fram­sókn­ar­flokks­ins, var formaður borg­ar­ráðs í 18 mánuði en sett­ist í stól borg­ar­stjóra í stað Dags B. Eggerts­son­ar þann 16. fe­brú­ar á þessu ári.

„Ég las árs­reikn­ing­inn frá ár­inu áður þegar ég fór í fram­boð. Þá var gert ráð fyr­ir 3,8 millj­arða halla. Síðan kom fyrsta hálfs árs upp­gjörið í byrj­un sept­em­ber og þá kem­ur 9,8 millj­arða halli í ljós. Á end­an­um sá maður svo að hann var kom­inn í 16,3 millj­arða,“ seg­ir Ein­ar meðal ann­ars í viðtal­inu.

Hon­um seg­ist hafa fallið dá­lítið hend­ur en í upp­gjör­inu hafi spilað inn í fjár­magnsliðir og há verðbólga.

„Við réðumst strax í tals­verðar hagræðing­ar aðgerðir um haustið þegar við tók­um við. Það var ekki það sem ég bjóst við að fara að gera. Útlitið var miklu verra en ég bjóst við. Ég bjóst ekki við þess­um mikla halla en það var ekk­ert talað um þetta í kosn­inga­bar­átt­unni,“ seg­ir Ein­ar enn frem­ur í viðtal­inu.

Hátt í 100 hagræðing­araðgerðir 

Ein­ar seg­ir að borg­in hafi staðið í mik­illi hagræðingu síðustu tvö árin og nefn­ir hann í því sam­bandi hátt í 100 hagræðing­araðgerðir sem hafi verið ráðist í og verið sé að taka starfs­manna­mál­in hjá borg­inni fast­ari tök­um.

Rekstr­arniðurstaða A-hluta Reykja­vík­ur­borg­ar var já­kvæð um 196 millj­ón­ir króna á fyrstu sex mánuðum árs­ins.

„Nú feng­um við þetta hálfs árs upp­gjör fyr­ir um viku síðan og við erum kom­in í græn­ar töl­ur sem ég er ánægður með. Þetta er samt brot­hætt. Það er tals­verð verðbólga og ótrú­lega háir vext­ir. Fjár­magns­kostnaður­inn er ógeðslega mik­ill,“ seg­ir Ein­ar.

Hann seg­ir að borg­in sé að enn að vaxa og verið sé að byggja marga leik-og grunn­skóla ásamt nýj­um hverf­um.

„Við sker­um allt niður sem við get­um nema það sem fólkið þarf mest á að halda, leik­skóla, grunn­skóla og fjár­fest­ingu fyr­ir ný hverfi. Við þurf­um að tryggja að hús­næðis­upp­bygg­ing­in hiki ekki,“ seg­ir Ein­ar.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert