„Ömurlegt“ að rifja manndrápið upp

Steinþór Einarsson er til hægri á myndinni.
Steinþór Einarsson er til hægri á myndinni. mbl.is/Eyþór

Steinþór Ein­ars­son sagði það „öm­ur­legt“ að þurfa að rifja upp Ólafs­fjarðar­málið í Lands­rétti í gær. Ákæru­valdið krefst þess að átta ára fang­els­is­dóm­ur í mál­inu verði þyngd­ur.

Fyr­ir tveim­ur árum varð Steinþór Tóm­asi Waag­fjörð að bana með því að stinga hann tvisvar sinn­um í vinstri síðu með hníf.

Í janú­ar á þessu ári var Steinþór dæmd­ur í Héraðsdómi Norður­lands eystra til áður­nefnd­ar fang­elsis­vist­ar og til að greiða tveim­ur ólögráða börn­um Tóm­asar sex millj­ón­ir króna í miska­bæt­ur hvoru um sig og skaðabæt­ur upp á 6,6 millj­ón­ir ann­ars veg­ar og 4,4 hins veg­ar. Mál­inu var áfrýjað af hon­um í sama mánuði.

Í gær fór síðan fram aðalmeðferð í mál­inu í Lands­rétti.

Fylgd­ist með eirðarlaus

Dag­ur­inn hófst á því að upp­taka af skýrslu­töku yfir Steinþóri í héraðsdómi var spiluð.

Nán­ar má lesa um skýrslu­tök­una hér að neðan, en í stuttu máli kom til átaka á milli Tóm­as­ar og Steinþórs er Tóm­as krafðist þess að eig­in­kona sín, sem var æsku­vin­kona Steinþórs, snéri aft­ur á heim­ili þeirra aðfaranótt 3. októ­ber 2022 á Ólafs­firði. Hjón­in höfðu átt í storma­sömu sam­bandi.

Steinþór fylgd­ist nokkuð eirðarlaus með upp­tök­unni af sjálf­um sér, sem tók rúm­ar 50 mín­út­ur, í Lands­rétti.

Í kjöl­farið var tek­in viðbót­ar­skýrsla af hon­um.

Neit­ar að hafa stungið Tóm­as

Óli Ingi Ólason sak­sókn­ari spurði Steinþór hvort hann vildi bæta ein­hverju við eft­ir að hafa horft á skýrsl­una. Svaraði Steinþór neit­andi en sagði ein­fald­lega „öm­ur­legt“ að þurfa rifja málið upp.

Óli Ingi sagði þá að Steinþór hefði lýst at­b­urðarrás­inni í ýms­um smá­atriðum fyr­ir héraðsdómi, en þó ekki aðal­atriðinu – hvernig Tóm­as hafi verið stung­inn tvisvar í síðuna.

Steinþór sagðist ekki vita hvernig það kom til. Hlut­irn­ir hefðu gerst mjög hratt og það hefði komið hon­um mjög á óvart að Tóm­as hefði látið lífið. Hann hefði í raun ekki fengið að vita það fyrr en morg­un­inn eft­ir.

Spurður beint út hvort hann hefði vís­vit­andi stungið Tóm­as tvisvar með hníf svaraði Steinþór neit­andi.

Steinþór í Landsrétti í gærmorgun.
Steinþór í Lands­rétti í gær­morg­un. mbl.is/​Eyþór

Aft­ur tek­ist á um jóga­bolt­ann

Mikið var tek­ist á um jóga­bolta sem fannst sprung­inn á vett­vangi í aðalmeðferðinni. Stungið hafði verið í bolt­ann nokkr­um sinn­um og fannst blóð úr Tóm­asi og Steinþóri inn í hon­um.

Ákæru­valdið velti upp þeirri sviðmynd að Tóm­as hefði var­ist högg­um Steinþórs með bolt­an­um.

Steinþór sagðist hins veg­ar „120% viss“ um að Tóm­as hefði ekki notað bolt­ann til varn­ar.

Barðist fyr­ir lífi sínu

Vil­hjálm­ur H. Vil­hjálms­son verj­andi spurði Steinþór hvernig hon­um hefði liðið á meðan árás­inni stóð. Steinþór svaraði að hann hefði verið hrædd­ur um líf sitt útaf eggvopn­inu, og að aðal­atriðið hefði verið að ná hnífn­um af Tóm­asi.

Villhjálmur H. Vilhjálmsson, verjandi Steinþórs, og Óli Ingi Ólasson saksóknari …
Vill­hjálm­ur H. Vil­hjálms­son, verj­andi Steinþórs, og Óli Ingi Ólas­son sak­sókn­ari í Lands­rétti í gær­morg­un. mbl.is/​Eyþór

Hann sagðist telja að hann hefði lík­lega lát­ist ef hann hefði ekki náð hnífn­um af Tóm­asi.  Steinþór vildi því meina að hann hefði klár­lega verið að berj­ast fyr­ir lífi sínu um­rædda nótt.

Spurður út í fas Tóm­as­ar al­mennt sagði Steinþór að hann hefði al­mennt verið mjög ró­leg­ur maður.

Steinþór sagðist aldrei hafa séð Tóm­as í álíka ástandi og lýsti því að um hefði verið ein­hvers­kon­ar skynd­ist­urlun að ræða.

Von­ar að Steinþór verði ævi­langt í fang­elsi

Ljóst var í aðalmeðferðinni að mik­il bit­urð rík­ir á milli Steinþórs og eins af vitn­um máls­ins, frænda Tóm­as­ar.

Um­rædd­ur frændi hafði dvalið á heim­ili Tóm­as­ar dag­ana áður.

Steinþór vildi meina að frænd­inn hefði vitað í hvað stefndi þar sem hann vissi að eig­in­kona Tóm­as­ar hefði sagst ætla að fara frá Tóm­asi og flytja suður. Frænd­inn hefði fylgst með Tóm­asi brýna hníf stuttu áður en átök­in áttu sér stað.

„Skil ekki af hverju hann gat ekki sagt eitt­hvað,“ sagði Steinþór um frænd­ann.

Frænd­inn bar síðar vitni fyr­ir dómi í gegn­um fjar­fund­ar­búnað og sagði ým­is­legt hafa gengið á milli hjón­anna, en að „þetta var það síðasta sem ég bjóst við að myndi ger­ast.”

Hann sagði að ef hann hefði vitað í hvað stefndi hefði hann farið með Tóm­asi á heim­ili vin­kon­unn­ar.

Í lok skýrslu­töku sinn­ar sagðist frænd­inn vona að Steinþór yrði ævi­langt í fang­elsi.

„Klass­ískt fyr­ir mann­dráp“

Eft­ir að skýrslu­töku yfir Steinþóri lauk yf­ir­gaf hann þing­haldið og þá bar Pét­ur Guðmann Guðmanns­son rétt­ar­meina­fræðing­ur vitni.

Hann var ít­rekaður spurður hvort að stungusár­in á Tóm­asi hefðu getað verið af völd­um slyss eða sjálfs­vígs.

Pét­ur sagði það tækni­lega vera hægt að Tóm­as hefði stungið sjálf­an sig, en að það væri ódæmi­gert og ólík­legt. Þá væri um mjög óvana­lega aðferð til sjálfs­vígs á af­brigðileg­um stað.

Hann sagði tvö álíka stungusár „klass­ískt fyr­ir mann­dráp“.

Sá eng­an hníf

Í kjöl­far vitn­is­b­urðar Pét­urs voru upp­tök­ur af skýrslu­tök­um lög­reglu yfir ekkju Tóm­as­ar á Hólms­heiði 5. og 6. októ­ber 2022 spilaðar. Hún lést rúmu ári eft­ir dauða eig­in­manns­ins.

Ekkj­an sást þar í miklu upp­námi lýsa at­b­urðarrás­inni. Hún sagðist hafa rif­ist við Tóm­as dag­ana áður og að hann hefði ráðist á Steinþór um­rætt kvöld. Hún reyndi að stíga á milli þeirra. Allt í einu hefði verið mikið blóð og Steinþór sagt henni að hringja á Neyðarlín­una. 

Kon­an sagðist aldrei hafa séð hníf­inn eða hver stakk hvern. Þá sagðist hún ekki hafa séð ör­lög áður­nefnds jóga­bolta, „ég var frek­ar að huga að mann­in­um mín­um”.

Því næst var spiluð upp­taka af sím­tal­inu við Neyðarlín­una, upp­taka úr búk­mynda­vél lög­reglu­manns sem kom á vett­vang og upp­taka af sviðsetn­ingu at­b­urða sem fór fram í nóv­em­ber 2022.

Fallið frá nálg­un Kol­brún­ar

Þá var komið á mál­flutn­ingi Óla Inga og Vil­hjálms.

Líkt og áður sagði fer Óli Ingi fram á að refs­ing verði þyngd. Það kom bæði dómörum og verj­anda að óvör­um.

Kol­brún­ Bene­dikts­dótt­ir vara­héraðssak­sókn­ari fór fram á fyr­ir Héraðsdómi Norður­lands eystra að Steinþór yrði dæmd­ur í fimm ára fang­elsi eða minna þar sem að hann hefði þurft að beita neyðar­vörn. Hann hefði þó farið út fyr­ir mörk leyfi­legr­ar neyðar­varn­ar og að líti yrði til þess að Tóm­as hefði lát­ist í átök­un­um. 

Héraðsdóm­ur féllst á að að Steinþór hefði sætt ólög­mætri árás með hættu­legu vopni sem hon­um var nauðsyn­legt að verj­ast eða af­stýra, en ekki á að Steinþór hefði sýnt fram á að hann hefði þurft að beita neyðar­vörn. Steinþór var því dæmd­ur fyr­ir mann­dráp.

Því sagðist Óli Ingi hafa ákveðið að líta til dóms héraðsdóms og fallið frá nálg­un Kol­brún­ar um neyðar­vörn.

Frá­sögn­in gangi ekki upp

Óli Ingi sagði ekk­ert hafa komið fram til að hnekkja niður­stöðu rétt­ar­meina­fræðinga að um ásetn­ings­verk hefði verið að ræða. Því væri það hafið yfir skyn­sam­leg­an vafa að Steinþór hefði stungið Tóm­as og þannig orðið hon­um að bana.

Hann sagði Steinþór muna eft­ir at­vik­inu í smá­atriðum, en fyr­ir „ein­hverja sér­kenni­lega til­vilj­un“ ekki getað lýst áverk­um Tóm­as­ar og þannig ekki lýst því hvernig meint neyðar­vörn hefði átt sér stað.

Óli Ingi saksóknari í Landsrétti í gær.
Óli Ingi sak­sókn­ari í Lands­rétti í gær. mbl.is/​Eyþór

Óli Ingi minnt­ist á jóga­bolt­ann í þessu sam­hengi og sagði aug­ljóst að bolt­inn hefði verið í miklu  ná­vígi við menn­ina, en Steinþór hins veg­ar sagst ekki muna eft­ir bolt­an­um.

Hann sagði frá­sögn Steinþórs því ein­fald­lega ekki ganga upp. Því verði að byggja á óbein­um sönn­un­ar­gögn­um þar sem að Tóm­as er lát­inn og get­ur ekki gefið sinn vitn­is­b­urð.

Sak­sókn­ar­inn sagðist telja að Steinþór hefði náð hnífn­um af Tóm­asi og stungið hann tvisvar snögg­lega í síðuna. Þá vildi hann meina að Steinþóri hefði verið ljóst að Tóm­as myndi mjög lík­lega hljóta bana af og þar af leiðandi Steinþór framið mann­dráp af ásetn­ingi.

Óli Ingi lagði það í mat dóms­ins að meta þyngd refs­ing­ar­inn­ar.

Mála­til­búnaður­inn „fyr­ir neðan all­ar hell­ur“

Vil­hjálm­ur, verj­andi Steinþórs, fer fram á sýknu og til vara að refs­ing­in verði milduð og bund­in skil­orði.

Í mál­flutn­ingi sín­um gagn­rýndi hann mál­flutn­ing Óla Inga harðlega og sagði mála­til­búnað ákæru­valds­ins „fyr­ir neðan all­ar hell­ur”, og vísaði þar til kröfu um refsiþyng­ingu.

Vil­hjálm­ur sagðist vera heyra af því fyrst í gær og gagn­rýndi grein­ar­gerð sak­sókn­ara sem hann lagði fyr­ir Lands­rétt. Sagði verj­and­inn að ekki einu orði hefði verið minnst á kröf­una í grein­ar­gerðinni sem var hálf blaðsíða.

Hann sagði af­stöðu Kol­brúnu sak­sókn­ara í héraðsdómi skýr­an og ljóst væri að hún væri með reynd­ustu sækj­end­um lands­ins.

Kolbrún Benediktsdóttir var áður varahéraðssaksóknari en starfar nú sem saksóknari …
Kol­brún Bene­dikts­dótt­ir var áður vara­héraðssak­sókn­ari en starfar nú sem sak­sókn­ari hjá Euroj­ust í Haag. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Óli Ingi svaraði því að hann væri á eng­an veg­inn bund­inn kröf­um henn­ar í héraði, þó að hún væri vissu­lega mjög reynd­ur og fær sak­sókn­ari.

Hann sagði það vera full­kom­lega eðli­legt að rík­is­sak­sókn­ari væri ekki endi­lega sam­mála nálg­un héraðssak­sókn­ara og að í þessu til­viki væri verið að virða niður­stöðu héraðsdóms.

Kom vin­konu sinni til varn­ar

Vil­hjálm­ur sagði að ef ekki væri litið svo á að neyðar­vörn hefði verið beitt væri al­veg eins hægt að henda þeim laga­ákvæðum úr ís­lensk­um lög­um.

Hann sagði Tóm­as hafa haft ein­skær­an ásetn­ing að svipta Steinþór lífi, og eft­ir at­vik­um aðra. Áður hefði ým­is­legt gengið á milli hjón­anna, og lög­regla meðal ann­ars kölluð til. Tóm­as hefði komið inn í íbúðina vopnaður hnífi og eig­in­kon­an því fullt til­efni að ótt­ast um líf sitt.

Steinþór hefði gert það sem „rétt­sýnt og vel mein­andi fólk“ gerði, tekið æsku­vin­konu sinni til varn­ar og sagt Tóm­asi að fara.

Vil­hjálm­ur sagði ekki vita hvað hefði gerst ef eig­in­kon­an hefði farið með Tóm­asi. Ekki hefði komið til þess vegna þess sem Steinþór gerði. Hann sagði því al­veg ljóst að um neyðar­vörn var að ræða. Steinþór hefði talið sig vera berj­ast fyr­ir lífi sínu.

Verj­and­inn sagði það vera ákæru­valds­ins að sanna þá verknaðarlýs­ingu sem sett er fram í ákæru – sanna að Steinþór hefði svipt Tóm­as lífi með því að stinga hann tvisvar af ásetn­ingi. Hann sagði ákæru­valdið hins veg­ar ekki hafa sannað þessa hluti.

Dóm­ari spurði þá Vil­hjálm hver hefði banað Tóm­asi. „Það er ákæru­valds­ins að sanna það.“

Líkt við Blönduós­málið

Vil­hjálm­ur sagði margt líkt í þessu máli og í Blönduós­mál­inu, en í því til­viki var málið fellt niður vegna neyðar­varn­ar.

Í báðum til­vik­um hefðu menn­irn­ir talið sig vera stadd­ir á ör­ugg­um stað er árás­armaður kom inn að kvöld­lagi. Hann sagði að í báðum til­vik­um höfðu ein­stak­ling­arn­ir ekki bara ástæðu til að ótt­ast um sjálfa sig, held­ur líka um aðra sem voru á vett­vangi.

Óli Ingi sagði vissu­lega vera ein­hver lík­indi, en að reg­in­mun­ur væri á, þar sem að í Blönduós­mál­inu gekkst ger­and­inn við því sem gerðist og gat skýrt og fært rök fyr­ir neyðar­vörn­inni.

Vil­hjálm­ur sagði að vissu­lega hafi legið fyr­ir játn­ing í því máli, en það ætti ekki við í Ólafs­fjarðar­mál­inu þar sem Steinþór vissi ein­fald­lega ekki hvernig Tóm­as var stung­inn.

Málið hefur nú verið lagt í dóm Landsréttar.
Málið hef­ur nú verið lagt í dóm Lands­rétt­ar. mbl.is/​Eyþór
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert