Allt fullt af glerbrotum og laugin lokuð

Sundlaugin á Seltjarnarnesi.
Sundlaugin á Seltjarnarnesi. Ljósmynd/Seltjarnarnes

Sundlaugin á Seltjarnarnesi er lokuð sem stendur en unnið er að því að hreinsa glerbrot af botni laugarinnar.

„Það var allt fullt af glerbrotum í lauginni þegar við mættum til vinnu í morgun,“ segir Goran Jovanovski, verkstjóri í Sundlaug Seltjarnarness, í samtali við mbl.is.

Goran segir að það hafi verið gleðskapur hjá Gróttu í íþróttasalnum í gærkvöld. Flöskum hafi verið kastað á sundlaugabakkann og ofan í laugina og það ekki í fyrsta skipti. Hann segir að verið sé að skoða upptökur úr myndavélum við laugina.

Goran segir heitu pottarnir séu opnir en verið sé að hreinsa laugina sem verði vonandi hægt að opna eftir um klukkutíma.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert