Bifreið endaði ofan í veituskurði

Engin meiðsli urðu á fólki er bifreið endaði ofan í …
Engin meiðsli urðu á fólki er bifreið endaði ofan í veituskurði. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Bifreið var ekið út af vegi í Laugardalnum í dag og endaði hún ofan í veituskurði.

Engin meiðsli urðu á fólki og var málið afgreitt á vettvangi, að því er fram kemur í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Dagbókin nær yfir tímabilið frá klukkan 5 í morgun til klukkan 17 í dag.

Þar segir að ein hafi verið handtekin vegna líkamsárásar í miðbæ Reykjavíkur.

Ökuréttindalaus fór yfir á rauðu

Ökuréttindalaus ökumaður var stöðvaður fyrir að aka yfir á rauðu umferðarljósi í Hlíðunum og var annar ökumaður sömuleiðis stöðvaður réttindalaus í sama hverfi.

Lögreglu barst tilkynning um líkamsárás í Kópavogi. Áverkar voru ekki alvarlegir.

Þá var maður í annarlegu ástandi handtekinn en tilkynnt hafði verið um húsbrot og eignarspjöll.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert