„Ekki fyrsti karlinn sem gerir ráð fyrir rauða dreglinum“

Hanna Katrín og Jón Gnarr munu sækjast eftir fyrsta sæti …
Hanna Katrín og Jón Gnarr munu sækjast eftir fyrsta sæti í prófkjöri Viðreisnar í Reykjavík. Samsett mynd

Hanna Katrín Friðriksson þingmaður mun sækjast eftir leiðtoga­sæti í prófkjöri Viðreisn­ar í Reykja­vík fyr­ir næstu þing­kosn­ing­ar. 

Hanna Katrín hefur setið á þingi síðan árið 2016 og er odd­viti Viðreisnar í Reykja­vík­ur­kjör­dæmi suður.

Viðreisn var stofnuð árið 2016. Fyrir næstu þingkosningar verður í fyrsta skipti haldið prófkjör í Reykjavík. Áður hefur verið stillt upp á lista. Ekki er ljóst hvernig prófkjörið verður útfært, þ.e. hvort það verði almennt prófkjör eða leiðtogaprófkjör. 

Jón Gnarr, fyrrverandi forsetaframbjóðandi og borgarstjóri, hefur gefið það út að hann muni sækjast eft­ir leiðtoga­sæti í prófkjörinu, en hann er nýgenginn til liðs við Viðreisn. Í nýjasta þætti Spursmála sagði Jón að hann vonaðist til þess að sigra prófkjörið nokkuð auðveld­lega. 

Þingflokkur Viðreisnar. Flokkurinn er með fimm þingmenn. Hanna Katrín (lengst …
Þingflokkur Viðreisnar. Flokkurinn er með fimm þingmenn. Hanna Katrín (lengst til hægri) og Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir (lengst til vinstri) eru þingmenn flokksins í Reykjavík. Hanna Katrín leiðir Reykja­vík­ur­kjör­dæmi suður og Þorbjörg Sigríður Reykja­vík­ur­kjör­dæmi nroður. Skjáskot/Instagram

„Það er gömul saga og ný

Hanna Katrín segir frábært að fleira fólk sé að ganga til liðs við Viðreisn. Hún segir hins vegar að Jón sé ekki fyrsti karlinn sem geri ráð fyrir rauða dreglinum þegar hann mæti á svæðið.

„Jón er ekki fyrsti karlinn sem gerir ráð fyrir rauða dreglinum þegar hann mætir á svæðið. Það er gömul saga og ný,“ segir Hanna Katrín í samtali við mbl.is.

„Þegar það er svona meðbyr, eins og er með okkur í Viðreisn núna, þá laðar það að sér gott fólk. Ég fagna því svo lengi sem það er einhver þungi í því sem fólk hefur fram að færa í þessu verkefni okkar að vinna fyrir almannahagsmunum,“ segir Hanna Katrín enn fremur. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert