„Viljum sjá til þess að þetta gerist aldrei aftur“

Karen Birna Einarsdóttir Stephensen og Hrefna Dís Héðinsdóttir.
Karen Birna Einarsdóttir Stephensen og Hrefna Dís Héðinsdóttir. Ljósmynd/Aðsend

Hóp­ur nem­enda í Verzl­un­ar­skóla Íslands hef­ur hrundið af stað und­ir­skrifta­söfn­un sem snýr að því að stjórn­völd herði lög um vopna­b­urð á al­manna­færi.

„Hnífa­laus framtíð“ er yf­ir­skrift­in að verk­efn­inu, sem fjór­ar bekkjar­syst­ur úr Verzl­un­ar­skóla Íslands hafa ráðist í.

„Þetta er verk­efni í skól­an­um sem all­ir á fyrsta ári eru að gera. Mark­mið okk­ar er að breyta ein­hverju í sam­fé­lag­inu hjá okk­ur. Við feng­um að velja úr fimm heims­mark­miðum Sam­einuðu þjóðanna og við ákváðum að velja mark­miðið friður og vellíðan,“ seg­ir Kar­en Birna Ein­ars­dótt­ir Stephen­sen við mbl.is.

Hún og þrjár bekkjar­syst­ur henn­ar, Tinna Sig­ríður Helga­dótt­ir, Val­dís Eva Ei­ríks­dótt­ir og Hrefna Dís Héðins­dótt­ir, standa að baki und­ir­skrifta­söfn­un­inni.

Háar sekt­ir við vopna­b­urði

„Við vilj­um að lög­in gagn­vart hnífa­b­urði verði hert og erum að safna und­ir­skrift­um til þess að sýna fram á að það séu fleiri í sam­fé­lag­inu sem vilji að það verði gert, þannig að hver sem er grip­inn með hníf án góðrar ástæðu verði sektaður um háa upp­hæð,“ seg­ir Kar­en Birna.

Stelp­urn­ar hófu und­ir­skrifta­söfn­un­ina út af hnífstungu­árás­inni á Menn­ing­arnótt þar sem Bryn­dís Klara Birg­is­dótt­ir lést af sár­um sín­um eft­ir að hafa verið stung­in.

Vilj­um sjá til þess að þetta ger­ist aldrei aft­ur

„Bryn­dís Klara var með okk­ur í skóla og við sáum hvað þessi hræðilegi at­b­urður hafði mik­il áhrif á meðal allra nem­enda í skól­an­um. Við vilj­um sjá til þess að þetta ger­ist aldrei aft­ur en því miður hef­ur hnífa­árás­um fjölgað eft­ir þenn­an at­b­urð. Við vilj­um bara stöðva þessa þróun,“ seg­ir Kar­en.

Kar­en seg­ir að söfn­un und­ir­skrift­anna gangi vel.

Mark­miðið hafi verið að ná þúsund und­ir­skrift­um og þær séu nú orðnar 870 tals­ins. Hún seg­ir að þær hafi fengið nokkr­ar sam­fé­lags­miðla­stjörn­ur með sér í lið, eins og Pál Óskar, Svölu Björg­vins, Júlí Heiðar, Evu Ruzu og Háska.

Hér má nálg­ast und­ir­skrifta­söfn­un­ina

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert