Aðkeyptar vörur og þjónusta stærsti losunarþátturinn

Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri og Rannveig Sigurðardóttir aðstoðarseðlabankastjóri.
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri og Rannveig Sigurðardóttir aðstoðarseðlabankastjóri. mbl.is/Kristinn Magnússon

Stærsti losunarþáttur Seðlabanka Íslands í fyrra var losun vegna aðkeyptrar vöru og þjónustu, en hann nam 685,8 tCO₂í. Kemur þetta fram í sjálfbærniskýrslu Seðlabankans fyrir árið 2023. 

Næststærsti losunarþátturinn voru viðskiptaferðir, 248,5 tCO₂í, að mestu leyti vegna flugferða.

Í skýrslunni segir að árið 2023 hafi „gætt áhrifa þess að viðskiptaferðum fjölgaði aftur og staðvinna jókst samhliða dvínandi áhrifum Covid-19 faraldursins. Þá varð aukning í losun vegna úrgangs sem má helst rekja til framkvæmda við húsnæði Seðlabankans.“

Sjálfbærniskýrsla Seðlabanka Íslands kemur nú út í þriðja sinn. Í henni er fjallað um aðgerðir Seðlabanka Íslands í sjálfbærni- og loftslagsmálum á árinu 2023, sjálfbærniupplýsingar úr rekstri bankans og hvernig hann innleiðir sjálfbærni í kjarnastarfsemi sína. 

Skýrslunni er ætlað að vera upplýsandi um aðgerðir bankans í sjálfbærni- og loftslagsmálum en hún er einnig hluti af ábyrgðarskilum bankans gagnvart markmiðum sínum í loftslags- og sjálfbærnimálum. 

Skýrslan

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert