Andlátum vegna óhappaeitrana fjölgað mikið frá aldamótum

Tekið er fram að sjálfsvíg og andlát vegna óhappaeitrana séu …
Tekið er fram að sjálfsvíg og andlát vegna óhappaeitrana séu viðkvæmt samfélagslegt málefni og þeim fylgi alltaf sorg. Þau hafi mikil áhrif á aðstandendur og jafnvel heilu samfélögin. Ljósmynd/Colourbox

Fjöru­tíu og sex þing­menn úr öll­um flokk­um á Alþingi standa á bak við þings­álykt­un­ar­til­lögu sem hef­ur verið lögð fram um rann­sókn á or­saka­ferli í aðdrag­anda sjálfs­víga og dauðsfalla vegna óhappa­eitr­ana.

Bent er á að and­lát­um vegna óhappa­eitr­ana hafi fjölgað mikið frá alda­mót­um til og með ár­inu 2021.

Ingi­björgn Isak­sen, þingmaður Fram­sókn­ar­flokks­ins, er fyrsti flutn­ings­maður til­lög­unn­ar. Fram kem­ur, að Alþingi álykti að fela rík­is­stjórn­inni að styðja rann­sókn­ar­verk­efni sem starfs­hóp­ur á veg­um Lífs­brú­ar, miðstöðvar sjálfs­vígs­for­varna, hjá embætti land­lækn­is hafi sett af stað um or­saka­ferli sjálfs­víga og dauðsfalla vegna óhappa­eitr­ana.

Starfs­hóp­ur skili skýrslu til ráðherra

„Afla skal nauðsyn­legra gagna og upp­setn­ing þeirra studd svo að rann­sókn­in skili ár­angri sem nýt­ist við að ná til ein­stak­linga í áhættu­hóp­um og öðlast betri skiln­ing á or­saka­ferli í aðdrag­anda sjálfs­víga og dauðsfalla vegna óhappa­eitr­ana. Starfs­hóp­ur­inn skili skýrslu til ráðherra með viðeig­andi töl­fræði og til­lög­um að aðgerðum, bæði fyr­ir­byggj­andi og sem nýt­ast í for­varn­a­starfi,“ seg­ir í þings­álykt­un­ar­til­lög­unni.

„Tryggja skal að hægt verði að skoða fram­an­greind­ar breyt­ur reglu­lega og á aðgengi­leg­an hátt til að meta ár­ang­ur aðgerða. Í kjöl­farið verði ákveðið hvort koma eigi á fót sam­bæri­leg­um starfs­hópi eða rann­sókn­ar­nefnd inn­an stjórn­sýsl­unn­ar.“

Tekið er fram í grein­ar­gerð að þings­álykt­un­ar­til­lag­an hafi verið fyrst lögð fram á 154. lög­gjaf­arþingi og sé nú end­ur­flutt með tals­verðum breyt­ing­um í ljósi þró­un­ar á því verk­efni sem til­greint hafi verið í fyrri álykt­un.

„Á árabilinu 2017–2021 létust að meðaltali 20 á ári vegna …
„Á ára­bil­inu 2017–2021 lét­ust að meðaltali 20 á ári vegna óhappa­eitr­ana. Hef­ur tíðni í þess­um flokki auk­ist frá ára­bil­inu 2000–2006 til ár­anna 2017–2021 úr 2,3 í 7,6/​100.000 íbúa, lang­mest hjá körl­um. Ljós­mynd/​Colour­box

Mik­il­vægt að átta sig á hug­ar­ástandi fólks

Fram kem­ur í grein­ar­gerðinni að rann­sókn­ir lög­reglu og héraðslækna eft­ir and­lát séu gerðar til að ákveða hvort það hafi borið að með sak­næm­um hætti. Ef það er ekki raun­in sé al­mennt ekki aðhafst meira. Rann­sókn­inni lýk­ur og or­sök­in er skráð í dán­ar­meina­skrá. Það á m.a. við ef um sjálfs­víg er að ræða. Þess vegna komi ekki fram þeir þætt­ir sem kynnu að hafa komið ein­stak­lingn­um í það hug­ar­ástand sem hann hafi verið í við and­látið.

„Flutn­ings­menn þings­álykt­un­ar­til­lögu þess­ar­ar telja nauðsyn­legt að slík rann­sókn fari fram með þeim hætti að fara aft­ur­virkt yfir heilsu­fars­leg­ar upp­lýs­ing­ar, lýðfræðileg­ar breyt­ur, aðstæður, at­b­urði og mögu­leg áföll sem ein­stak­ling­ur­inn upp­lifði í und­an­fara sjálfs­vígs eða óhappa­eitr­un­ar. Þá er m.a. átt við brott­fall úr skóla, at­vinnum­issi eða langvar­andi at­vinnu­leysi, sam­bands­slit, ást­vinam­issi, of­beldi, neyslu vímu­gjafa og hvað annað sem get­ur haft áhrif. Með rann­sókn á borð við þá sem starfs­hóp­ur Lífs­brú­ar starfar að nú þegar og fjallað er um í grein­ar­gerð þess­ari er hægt að ná til þeirra þátta.“

Ingibjörn Isaksen er fyrsti flutningsmaður tillögunnar.
Ingi­björn Isak­sen er fyrsti flutn­ings­maður til­lög­unn­ar. mbl.is/​Sig­urður Bogi

Fjölg­un þess­ara dauðsfalla mik­il hjá körl­um og kon­um

Þá seg­ir að and­lát­um vegna óhappa­eitr­ana hafi fjölgað mikið frá alda­mót­um til og með 2021. Ef litið sé til allra lyfja­flokka þá séu svefn­lyf og ró­andi lyf al­geng­ust. Þá eru ekki meðtal­in lyf eða efni eins og ópíóíða- og of­skynj­un­ar­lyf.

„Á ára­bil­inu 2017–2021 lét­ust að meðaltali 20 á ári vegna óhappa­eitr­ana. Hef­ur tíðni í þess­um flokki auk­ist frá ára­bil­inu 2000–2006 til ár­anna 2017–2021 úr 2,3 í 7,6/​100.000 íbúa, lang­mest hjá körl­um. Nær 65% dauðsfall­anna er af völd­um ópíóíða- og of­skynj­un­ar­lyfja og fer fjöldi þeirra vax­andi. Þetta eru efni sem koma til lands­ins eft­ir smygl­leiðum og eru keypt og seld í und­ir­heim­um, oft íblönduð enn hættu­legri efn­um. Það er ljóst að fjölg­un þess­ara dauðsfalla er mik­il, hjá körl­um og kon­um.“

Fram kemur í greinargerðinni að rannsóknir lögreglu og héraðslækna eftir …
Fram kem­ur í grein­ar­gerðinni að rann­sókn­ir lög­reglu og héraðslækna eft­ir and­lát séu gerðar til að ákveða hvort það hafi borið að með sak­næm­um hætti. Ef það er ekki raun­in sé al­mennt ekki aðhafst meira. mbl.is/​Arnþór Birk­is­son

Talið að 6.000 manns verði fyr­ir áhrif­um af sjálfs­víg­um ár­lega

Tekið er fram að sjálfs­víg og and­lát vegna óhappa­eitr­ana séu viðkvæmt sam­fé­lags­legt mál­efni og þeim fylgi alltaf sorg. Þau hafi mik­il áhrif á aðstand­end­ur og jafn­vel heilu sam­fé­lög­in. Áhrif­in teygi anga sína víða en sam­kvæmt töl­um frá Alþjóðaheil­brigðismála­stofn­un­inni verði að meðaltali 135 ein­stak­ling­ar fyr­ir veru­leg­um áhrif­um af hverju sjálfs­vígi, sem leitt geta til heilsu­brests til styttri eða lengri tíma.

„Talið er að um sex þúsund manns verði fyr­ir áhrif­um af sjálfs­víg­um á hverju ári hér á landi. Sam­fé­lagið vill gera bet­ur, grípa ein­stak­linga í áhættu­hóp­um, ráðast í fyr­ir­byggj­andi aðgerðir, efla for­varn­astarf og bjóða upp á sál­ræna aðstoð fyr­ir bæði ein­stak­linga í áhættu­hóp­um og aðstand­end­ur þeirra. Við höf­um þörf fyr­ir að ávallt fari fram rann­sókn, svo að kom­ast megi að því hvað hafi gerst og finna alla ann­marka sem eru á ör­ygg­is­neti sam­fé­lags­ins.“

Bent er á í til­lög­unni, að mark­miðið sé ávallt að grípa ein­stak­ling­inn, koma í veg fyr­ir að sjálfs­vígs­hugs­an­ir hans leiði til sjálfsskaða og jafn­vel dauða. For­varn­astarf af þessu tagi sé flókið þar sem áhættuþætt­ir séu marg­ir: and­leg­ir, lík­am­leg­ir, um­hverf­is­leg­ir og fé­lags­leg­ir. Oft­ar en ekki sé það sam­spil fjölda mis­mun­andi þátta sem leiði til þess að ein­stak­ling­ur ger­ir til­raun til sjálfs­vígs. Þar skipti saga hvers og eins máli.

„Þessa fram­an­greinda þætti væri hægt að rekja í hverju til­felli fyr­ir sig og mynda gögn út frá or­saka­ferli, finna sam­eig­in­lega þætti og út­búa gögn. Með þeim gögn­um get­um við eflt bæði for­varn­astarf og vinnu við fyr­ir­byggj­andi aðgerðir.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert