Halla Hrund með margt spennandi í skoðun

Halla Hrund Logadóttir.
Halla Hrund Logadóttir. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Á mér brenna ýmis mál og fjölmargir hafa verið í sambandi við mig, bæði úr stjórnmálum og af öðrum vettvangi,“ segir Halla Hrund Logadóttir fráfarandi orkumálastjóri og forsetaframbjóðandi á liðnu sumri.

Sem kunnugt er verður Orkustofnun í núverandi mynd lögð niður um komandi áramót þegar ný Orku- og umhverfisstofnun eins og embættið mun heita tekur við. Halla Hrund hverfur þá til nýrra verkefna, en hún sótti ekki um að stýra stofnuninni nýju.

Að undanförnu hefur Halla Hrund verið í óformlegri umræðu fólks á meðal og gjarnan verið orðuð við pólitíska þátttöku, en hún segir ekkert ákveðið í því sambandi. Í forsetakosningunum í vor fékk Halla 15,7% greiddra atkvæða. Líta sumir svo á að með framboði sínu hafi hún gefið tóninn fyrir frekari þátttöku á hinu opinbera sviði, þótt hún næði ekki kjöri á Bessastaði.

„Ég hef ekki tekið neina ákvörðun um næstu verkefni, svo ég segi alveg eins og er. Ég hyggst gefa mér ráðrúm og flýta mér hægt með næstu viðfangsefni,“ segir Halla Hrund.

Nánar er rætt við Höllu Hrund í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert