Samskipti stjórnarþingmanna óbreytt

Jóhann Friðrik Friðriksson.
Jóhann Friðrik Friðriksson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Ég geri ráð fyrir því og ég vinn bara með það,“ segir Jóhann Friðrik Friðriksson þingmaður Framsóknarflokksins í suðurkjördæmi spurður um hvort hann telji að ríkisstjórnin muni starfa út kjörtímabilið. 

„Við erum með stjórnarsáttmála sem stjórnarflokkarnir skrifuðu undir og við ætlum okkur að klára það. Ég vinn út frá því. En ég tel eðlilegt í ljósi breytinganna sem hafa orðið [Svandís Svavarsdóttir tók við formennsku í VG af Guðmundi Inga Guðbrandssyni] að formenn stjórnarflokkanna taki stöðuna og ræði leiðina áfram eins og þeir gera í svona samstarfi,“ segir Jóhann og segir að efnahagsmálin þurfi nú að vera í forgangi. 

„Við teljum mjög mikilvægt að halda áfram að vinna í þeim málum sem bæði ríkisstjórnin og þingmenn eru með í gangi. Þar eru auðvitað efnahagsmálin númer 1. Ef ég tala fyrir sjálfan mig þá hef ég ekki fundið fyrir breytingum í samskiptum stjórnarþingmanna og þar hafa ekki verið hnökrar á.“

Ágúst Bjarni Garðarsson.
Ágúst Bjarni Garðarsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Berum ábyrgð gagnvart fólkinu í landinu“

Ágúst Bjarni Garðarsson, þingmaður Framsóknarflokksins í suðvesturkjördæmi, tók í svipaðan streng þegar mbl.is hafði samband við hann í kvöld. 

„Það er starfandi ríkisstjórn í landinu þar til annað kemur í ljós. Við erum kosin til fjögurra ára og ég hef alltaf litið þannig á en að verður að koma í ljós hvernig þessi mál þróast. Við berum ábyrgð gagnvart fólkinu í landinu og í mínum huga er ekkert annað en að klára verkefnin, sagði Ágúst Bjarni Garðarsson þingmaður Framsóknarflokksins í suðvesturkjördæmi þegar mbl.is hafði samband við hann í kvöld. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert