Sást fljóta í ánni en hvarf sjónum

Stuðlagil. Mynd úr safni.
Stuðlagil. Mynd úr safni.

Tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar hafa verið kallaðar út vegna mögulegs slyss í Stuðlagili.

Lögreglustjóra barst tilkynning klukkan 14.30 um að einstaklingur hefði fallið ofan í Jökulsá á Dal við Stuðlagil. Einstaklingurinn hafði þá sést fljóta í ánni en horfið sjónum.

Í samtali við blaðamann mbl.is kveðst Kristján Ólafur Guðnason, yfirlögregluþjónn á Eskifirði, ekki geta upplýst hvort tilkynningin hafi borist frá samferðafólki mannsins eða fólki sem hafi komið að vettvangi.

Kafarar kallaðir út

Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, segir fyrri þyrluna hafa verið kallaða út að beiðni lögreglunnar á Austurlandi á þriðja tímanum eftir að þeim barst tilkynning um að sést hafi til manns í ánni.

Þyrlan fór í loftið kl. 15.15 og er enn á leiðinni austur en Ásgeir kveðst ekki hafa frekari upplýsingar um slysið að svo stöddu eða hverjir hafi tilkynnt það.

Önnur þyrla hefur verið kölluð út til að flytja kafara slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu á svæðið. Steinþór Darri Þorsteinsson, aðstoðarvarðstjóri hjá slökkviliðinu, segir kafarana í biðstöðu á flugvellinum eins og er.

Uppfært:

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert