Vatni skvett í útsendingu

Svo mikla áherslu lagði Áslaug Hulda Jónsdóttir, aðstoðarmaður ráðherra, á orð sín í Spursmálum að barmafullt vatnsglas fór um koll. Gerðist þetta þegar talið barst að brotthvarfi kristinfræðslu úr skólum.

Með henni í þættinum var enda geistlegur maður, sr. Ólafur Jóhann Borgþórsson, sóknarprestur í Seljakirkju og verðandi framkvæmdastjóri Herjólfs í Vestmannaeyjum.

Morgunblaðið kemur alltaf til bjargar

Góð ráð voru dýr enda ekki í boði að stöðva útsendingu þrátt fyrir örlítið votviðri. Brá þáttarstjórnandi þá á það ráð að grípa nærliggjandi Morgunblað, sem þá þegar hafði verið lesið upp til agna. Tókst að þerra Spursmálaborðið svo að fundafært varð að nýju.

Athygli vekur að á þeim tíu mánuðum sem Spursmál hafa verið í loftinu er þetta í annað sinn sem vatni er skvett með tilþrifum sem þessum. Síðast gerðist það þegar Björt Ólafsdóttir, fyrrverandi ráðherra, mætti til leiks. Lagði hún svo ríka áherslu á orð sín að eitthvað varð undan að láta.

Þá uppákomu má sjá ef smellt er á fréttina hér að neðan:

Viðtalið við Áslaugu og Ólaf Jóhann má sjá og heyra í heild sinni í spilaranum hér að neðan.

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert