„Mælingarnar eru algjörlega ömurlegar“

„Mælingarnar eru algjörlega ömurlega, algjörlega óásættanlegar og Sjálfstæðisflokkurinn á aldrei að fá slíka útreið í kosningum,“ segir Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, spurð út í skoðanakannanir sem mælt hafa Sjálfstæðisflokkinn með 12-14% fylgi að undanförnu og hvort Sjálfstæðismenn sætti sig við það ef sú staða kemur upp að flokkurinn verði ekki leiðandi í ríkisstjórnarsamstarfi.

Bryndís er einn þriggja fulltrúa hægri flokka á Íslandi sem ræddi við Dagmál um stöðuna á hægri væng íslenskra stjórnmála. Þar komu saman þau Bryndís, Bergþór Ólason úr Miðflokki og Sigmar Guðmundsson frá Viðreisn.  

Botninum náð 

„Botninum hlýtur að vera náð. Nú er það tækifæri okkar þingmanna og frambjóðenda að fara inn í baráttuna og færa rök fyrir því hvað Sjálfstæðisflokkurinn stendur fyrir. Við skilgreinum okkur sjálf ekki aðrir flokkar eins og hefur verið í tísku að undanförnu. Ég held að það verði ekki erfitt að selja þjóðinni það að Sjálfstæðisstefnan hefur komið okkur á þann stað sem við erum á í dag,“ segir Bryndís.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert