Bryndís vill halda 3. sæti á lista

Bryndís Haraldsdóttir fagnar framboði Rósu.
Bryndís Haraldsdóttir fagnar framboði Rósu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hyggst gefa kost á sér til áframhaldandi setu í 3. sæti á lista flokksins í Suðvesturkjördæmi.

„Ég hef haft ánægju af því, mér finnst ég hafa haft eitthvað fram að færa. Ég tel að reynsla mín og þekking sé mikilvæg fyrir þingflokk Sjálfstæðisflokksins og ég er tilbúin að leggja mitt af mörkum áfram, fái ég til þess umboð,“ segir Bryndís í samtali við mbl.is.

Fagnar framboði Rósu

Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar hefur einnig ákveðið að gefa kost á sér í 3. sæti.

Hvernig tekur þú í það?

„Ég fagna því þegar gott fólk vill gefa kost á sér fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins og takast á við þessi störf. Svo ber ég mín störf í dóm þeirra sem á þessum fundi sitja,“ segir Bryndís.

Jón og Þórdís mætast

Stjórn kjör­dæm­is­ráðsins hef­ur lagt til að röðun verði viðhöfð við val á lista flokks­ins í kjör­dæm­inu á sunnudaginn í Valhöll.

Líklegt er að tillagan verði samþykkt og þá munu hundruð trúnaðarmenn greiða atkvæði um hvernig þeir vilja sjá listanum raðað.

Jón Gunn­ars­son og Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ir hafa bæði boðið sig fram í 2. sæti á list­ann og er fylgst náið með þeirri baráttu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert