Ekkert ómögulegt þrátt fyrir stóra daga

Auglýsingastjórar reyna að þjónusta alla þrátt fyrir að mikið sé …
Auglýsingastjórar reyna að þjónusta alla þrátt fyrir að mikið sé bókað í kringum stóra verslunardaginn. mbl.is/Eyþór Árnason

Þórður Þórarinsson framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins segist finna að þétt sé setið um auglýsingaplássin í kringum komandi alþingiskosningar, daginn fyrir svartan föstudag og tveimur dögum fyrir stafrænan mánudag.

Hann bendir þó á að oft sé einnig þétt setið um plássin á öðrum tímum árs. Spurður hvort flokkurinn muni færa sig í meiri mæli í auglýsingar á samfélagsmiðlum í ljósi þessa segir Þórður ekki tímabært að tjá sig um það. „Þótt menn séu komnir í alls konar pælingar um ýmislegt annað hafa engar stórar „strategískar“ ákvarðanir verið teknar í þessu tilliti.“

Mikilvægast er í hans huga að fólkið fái að tjá hug sinn og kjósa. „Við búum í lýðræðislegu þjóðfélagi og þjóðin fær að ráða. Það er nú það sem stendur upp úr í þessu öllu saman. Við hin leysum þessar áskoranir allar einhvern veginn.“

Samfylkingin vel undirbúin

Guðmundur Ari Sigurjónsson, formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar, segir að fljótlega eftir að tilkynnt var um kjördag hafi flokkurinn gengið frá þeim auglýsingaplássum sem hann vísar til sem takmarkaðra auðlinda.

Guðmundur segir aðspurður flokkinn einnig munu nýta auglýsingar á samfélagsmiðlum en með almennum hætti þar sem ekki sé lengur heimilt að nota miðaðar auglýsingar. Spurður hvort flokkurinn greiði virðisaukaskatt af auglýsingum á samfélagsmiðlum segist hann ekki hafa sett sig inn í uppgjörshliðina.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert