„Áhættan hefur verið stórlega ofmetin“

Stefán Kristjáns­son, eigandi Einhamar Seafood og fjárbóndi í Grindavík.
Stefán Kristjáns­son, eigandi Einhamar Seafood og fjárbóndi í Grindavík. mbl.is/Kristinn Magnússon

Grind­vík­ing­ur­inn Stefán Kristjáns­son, for­stjóri og eig­andi fisk­vinnsl­unn­ar Ein­ham­ar Sea­food og fjár­bóndi, seg­ir löngu orðið tíma­bært að opna fyr­ir aðgang að Grinda­vík­ur­bæ.

Frá og með mánu­deg­in­um verður aðgengi að bæn­um óhindrað en fram­kvæmda­nefnd vegna jarðhrær­inga við Grinda­vík til­kynnti það á upp­lýs­inga­fundi á miðviku­dag.

Hafa liðið fyr­ir lok­un aðgeng­is að bæn­um

„Áhætt­an hef­ur verið stór­lega of­met­in svo miss­er­um skipt­ir og við höf­um liðið fyr­ir það. En ég er glaður með þessa opn­un og þetta verður góður dag­ur fyr­ir Grinda­vík,“ seg­ir Stefán.

Stefán hef­ur þrátt fyr­ir mörg eld­gos og enda­laus­ar jarðhrær­ing­ar reynt eft­ir fremsta megni að dvelja í húsi sínu í Grinda­vík, stundað sinn at­vinnu­rekst­ur og fjár­bú­skap. Hon­um hef­ur þó nokkr­um sinn­um verið gert að rýma svæðið.

Hætti við að kæra ríkið

Í fe­brú­ar stefndi hann ís­lenska rík­inu vegna banns yf­ir­valda við för hans til Grinda­vík­ur, dvöl í eig­in húsi og eig­in fyr­ir­tæki. Hann ákvað nokkr­um vik­um síðar að fella niður kær­una þar sem Grind­vík­ing­um var heim­ilt að dvelja í bæn­um á ný.

„Ég hef meira og minna verið í Grinda­vík frá því öll þessi læti byrjuðu,“ seg­ir Stefán. Prýðilega hafi gengið að reka fyr­ir­tækið en sjö til átta starfs­menn hans búa í bæn­um.

Hann von­ar að Þor­björn og Stakka­vík geti hafið at­vinnu­rekst­ur á nýj­an leik. Bygg­ing Stakka­vík­ur sé ónýt en starf­semi Vís­is í full­um gangi.

Guði sé lof fyr­ir þessa Grinda­vík­ur­nefnd

Spurður hvort hann eigi von á því að það fær­ist meira líf í bæ­inn eft­ir helg­ina seg­ir hann:

„Já, ég geri ráð fyr­ir því. Það er eng­in hætta og hef­ur aldrei verið að mínu mati. Þetta hef­ur allt sam­an verið orðum aukið hvað þetta varðar. En guði sé lof fyr­ir þessa Grinda­vík­ur­nefnd. Loks­ins fór eitt­hvað að ger­ast þegar hún tók til starfa. Það hóf­ust strax fram­kvæmd­ir í bæn­um við komu henn­ar,“ seg­ir Stefán.

Skrif­borðs dýra­lækn­ar hjá MAST lagt okk­ur í einelti

Stefán vand­ar ekki stjórn­völd­um kveðjurn­ar og seg­ir að þau hafi farið offari með ákvörðun sinni um að loka aðgengi að Grinda­vík.

„Það var komið fram við okk­ur eins og ómálga börn. Við vit­um al­veg hvað við erum að tala um. Það þarf ekk­ert skrif­borðslið eða al­manna­varn­ir til að segja okk­ur fyr­ir verk­um. Þá hafa ein­hverj­ir skrif­borðs dýra­lækn­ar hjá MAST líka lagt okk­ur fjár­bænd­ur í einelti. Við höf­um verið með kind­ur í Grinda­vík mann fram að manni kyn­slóðum sam­an. Þeim er al­veg skít­sama um það og vilja að öllu fé sé lógað og banna búfjár­hald í Grinda­vík.“

Stefán seg­ist vera með 40 kind­ur í Grinda­vík. Hann seg­ist hafa tekið við fjár­rekstr­in­um af föður sín­um og senn taki dótt­ir hans við af sér. 

„Við flutt­um féð á milli bæja þegar mesti hit­inn var og laumuðum því svo inn aft­ur. Við erum ekk­ert að fara með það út úr bæn­um aft­ur,“ seg­ir Stefán.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert