Helgi hættur hjá Heimildinni

Helgi Seljan er hættur hjá Heimildinni.
Helgi Seljan er hættur hjá Heimildinni. Ljósmynd/Aðsend

Blaðamaðurinn Helgi Seljan er hættur í starfi hjá Heimildinni. Þar sinnti hann starfi rannsóknarstjóra. Helgi er landsþekktur blaða- og sjónvarpsmaður sem hefur unnið til fjölmargra blaðamannaverðlauna.

Hann segir í samtali við mbl.is að hann sé ekki með neitt í hendi hvað atvinnu varðar. Þó sé aldrei að vita nema hann komist á sjóinn í afleysingar ef svo bæri undir.

„Ég ákvað að taka mér bara pásu allavega,“ segir Helgi spurður um hvort að ákvörðunin hafi haft sér langan aðdraganda.

Ekki á leið í stjórnmálin

Spurður hvort hann íhugi stjórnmálin líkt og svo margir aðrir þessa dagana þá segir hann svo ekki vera.

„Ég er að vísu mikið spurður,“ segir Helgi. Bætir hann því hins vegar við að enginn hafi beðið hann um það.

Fyrst var sagt frá starfslokum Helga á Vísi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka