Spursmál: Jón og Þórdís etja kappi og ný könnun

Jón Gunn­ars­son, fyrr­ver­andi ráðherra, mætir Þór­dísi Kol­brúnu Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ur, ut­an­rík­is­ráðherra og vara­for­manni Sjálf­stæðis­flokks­ins, í póli­tísku ein­vígi í nýj­asta þætti Spurs­mála. Var þetta í fyrsta sinn sem þau Jón og Þór­dís mættust eft­ir að hún til­kynnti um fram­boð sitt, en bæði ætla þau sér annað sætið á lista Sjálf­stæðis­flokks­ins í Krag­an­um.

Þátt­ur­inn var sýndur hér á mbl.is fyrr í dag. Upptöku af honum má sjá í spil­ar­an­um hér að ofan, á Spotify og YouTube og er hann öll­um aðgengi­leg­ur.

Sneisa­full dag­skrá í þættinum

Til að ræða helstu frétt­ir vik­unn­ar og nýj­ustu vend­ing­ar á vett­vangi stjórn­mál­anna mættu þau Stefán Páls­son, sagn­fræðing­ur og vara­borg­ar­full­trúi Vinstri Grænna, og Sonja Lind Estrajher Eygló­ar­dótt­ir, aðstoðarmaður heil­brigðisráðherra, í settið.

Þá fór Andrés Magnús­son, full­trúi rit­stjóra á Morg­un­blaðinu, yfir nýj­ustu töl­ur í skoðana­könn­un Pró­sents sem benda til mik­ill­ar fylg­is­breyt­ing­ar eft­ir að upp úr rík­is­stjórn­ar­sam­starf­inu flosnaði um síðastliðna helgi.

Að vanda var Her­mann Nökkvi Gunn­ars­son blaðamaður Morgunblaðsins með upp­lýs­andi innslag um stöðuna í póli­tík­inni vest­an­hafs. Þar bítast Don­ald Trump og Kamala Harris um for­seta­stól­inn og virðist verulega mjótt á munum á fylgi þeirra.

Ekki missa af spenn­andi og upp­lýs­andi sam­fé­lagsum­ræðu í Spurs­mál­um alla föstudaga klukkan 14 hér á mbl.is.

Jón Gunnarsson, Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, Stefán Pálsson og Sonja …
Jón Gunnarsson, Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, Stefán Pálsson og Sonja Lind Estrajher Eyglóardóttir eru gestir Stefáns Einars Stefánssonar í Spursmálum. Samsett mynd/mbl.is/María Matthíasdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka