Alvarleg líkamsárás gagnvart fyrrum sambýliskonu

mbl.is/Eggert

Ein­stak­ling­ur var hand­tek­inn á Vopnafirði á miðviku­dag grunaður um al­var­lega lík­ams­árás gagn­vart fyrr­um sam­býl­is­konu.

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá lög­regl­unni á Aust­ur­landi, en rann­sókn máls­ins hef­ur staðið nán­ast óslitið síðan á miðviku­dag.

Skýrsl­ur hafa verið tekn­ar af sak­born­ingi, vitn­um og brotaþola.

Þá seg­ir að gagna úr eft­ir­lits­mynda­vél­um aflað og hús­leit gerð á heim­ili sak­born­ings þar sem grun­ur lék á að skot­vopn væru geymd. Eng­in slík fund­ust. 

Ákvörðun var tek­in um nálg­un­ar­bann og hún birt sak­born­ingi.

Eft­ir því sem rann­sókn máls­ins vatt fram var ákvörðun tek­in um að krefjast gæslu­v­arðhalds. Kraf­an verður tek­in fyr­ir síðar í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert