Bóndi fluttur með sjúkraflugi eftir efnabruna

Slysið varð fyrir utan sveitabæ skammt frá Skagaströnd.
Slysið varð fyrir utan sveitabæ skammt frá Skagaströnd. Ljósmynd/Lögreglan

Bóndi í Austur-Húnavatnssýslu var fluttur með sjúkraflugi til Reykjavíkur til aðhlynningar eftir að hafa orðið fyrir efnabruna eftir stíflueyði.

Slysið átti sér stað fyrir utan sveitabæ bóndans, sem er ekki langt frá Skagaströnd, fyrir hádegi í dag. Ríkisútvarpið greindi fyrst frá.

„Hann er að vinna með stíflueyði í einhverri lögn fyrir utan hjá sér. Svo er eins og eitthvað springi á móti honum og fari yfir hann,“ segir Pétur Björnsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Norðurlandi vestra, í samtali við mbl.is.

Pétur gat ekki sagt til um ástand mannsins, en tók fram að efnið hefði verið ætandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert