Rýma þurfti Leifsstöð

Mynd úr safni.
Mynd úr safni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Rýma þurfti Leifsstöð á áttunda tímanum í morgun eftir reykur barst frá samlokugrilli á veitingastað handan öryggisleitar.

Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, segir í samtali við mbl.is að eldur hafi ekki kviknað í flugstöðinni.

Hann segir að reykurinn hafi farið upp í loftræstikerfið sem varð þess valdandi að skynjarar námu hann. Í kjölfarið fór brunaboð í gang og þar af leiðandi ákveðið ferli. 

Rýmingin stóð aðeins yfir í tíu mínútur. 

Að sögn Guðjóns hafði atvikið ekki áhrif á ferðir fólks eða flugfélögin með neinu hætti. 

Fréttin var uppfærð með upplýsingum frá Guðjóni klukkan 10:45.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert